föstudagur, nóvember 17, 2006
Er okkar kynsloð sofakynsloð?
Á morgun verður frumsýnd heimildarmyndin Sófakynslóðin. Myndin fjallar um aktivisma á Íslandi og mikilvægi þess að fylgja skoðunum og hugsjónum sínum eftir. Má í myndinni meðal annars sjá í spræka femínista hlaupandi um Bankastrætið með bleika fána eldsnemma að morgni.
Myndin sjálf er um 35 mínútur en á eftir verða þrjú stutt erindi og smá umræður.
Erindi halda:
Íris Ellenberger, félagi í Amnesty International
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, félagi í Femínistafélagi Íslands
Viðar Þorsteinsson, félagi í Ísland-Palestínu
Aðgangur er ókeypis og hefst sýning kl. 13 í sal 3 í Háskólabíói laugardaginn 18. nóvember.
Sófakynslóðin var styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna, Íslandsdeild Amnesty International og Ungu Fólki í Evrópu, styrkjaáætlun Evrópusambandsins. Myndina gerðu háskólanemarnir Garðar Stefánsson og Áslaug Einarsdóttir.
þriðjudagur, október 03, 2006
föstudagur, september 15, 2006
miðvikudagur, september 13, 2006
Hvað þýða fánarnir?
Bleiku fánarnir tólf sem flaggað er nú í hálfa stöng í Bankastræti standa hver og einn fyrir ákveðið vandamál. Hér kemur nánari lýsing á hverju vandamáli fyrir sig. Við biðjum ykkur um að íhuga hvað hægt sé að gera til að leysa vandann!
Nauðganir
Yfir 90% fórnarlamba nauðgana eru konur og í langflestum tilfellum eru þeir sem beita ofbeldinu karlar. Mikill meirihluta nauðgana eru skipulagðar fyrirfram og framdar af vinum eða fjölskyldumeðlimum. Lyfjanauðganir og nauðganir inni á skemmtistöðum færast í aukana. Klæðnaður, framkoma eða orðspor konu réttlætir aldrei að henni sé nauðgað. Nauðgun er alltaf á ábyrgð geranda. Áfallaröskun þeirra sem verða fyrir nauðgun er sambærileg við þá sem upplifa stríð eða náttúruhamfarir. Fórnarlömb nauðgana eru ekki tekin trúverðug og því eru sjaldan lagðar fram kærur eða ákært í þessum málum. Alltof sjaldan falla dómar í nauðgunarmálum og yfirleitt eru þeir mjög vægir. Hættan á því að vera nauðgað stjórnar hegðun og uppeldi kvenna auk þess sem nauðganir eru þekkt hernaðartækni til að lama baráttuþrek þjóða í stríði.
Heimilisofbeldi
Heimilið á að veita fólki öryggi en slík er ekki raunin í tilfelli margra kvenna og barna. Ofbeldi úti á götu er ekki það sama og ofbeldi inni á heimili. Heimilisofbeldi innheldur bæði líkamlegt ofbeldi, nauðganir og andlegt ofbeldi.
Launamisrétti
Heildartekjur kvenna aðeins 65% af heildartekjum karla. Kvennastörf njóta minni virðingar og eru metin til lægri launa en karlastörf. Konur fá oft minna borgað en jafnhæfur karl sem gegnir sambærilegu starfi, slíkur hreinn launamunur mælist nú um 12-15% á landsvísu.
Þöggun
Haltu kjafti og vertu sæt. Þægar stelpur eru góðar stelpur.
Klámvæðing
Á okkur dynja tónlistarmyndbönd þar sem fáklæddar konur dansa fyrir fullklædda menn og olíuborin brjóst og rassar eru aðalþemun. Berar konur auglýsa Freyjudraum og lambakjöt. Litlar stelpur ganga í pornstar bolum og g-strengjum. Píkuaðgerðir færast í aukana til þess að stelpur líti betur út þröngum buxum.
Vændi
Vændi er ofbeldi. Líkamar kvenna eru ekki söluvörur. Vændi er neyðarúrræði þeirra kvenna sem stunda það og helst oftar en ekki í hendur við mansal. Vændi og mansal þrífast ekki án hvors annars.
Mansal
Nútímaþrælasala þrífst vel í formi mansals. Konur og stúlkur ganga kaupum og sölum oftast til að vera neyddar til starfa í kynlífsiðnaðinum.
Klám
Klám er þegar kynlífstengdar athafnir eru settar í niðurlægjandi og/eða ofbeldisfullt samhengi. Klám er ofbeldi. Oft er klám tengt við börn til dæmis með því að láta klámstjörnur klæðast skólabúningum. Margar klámmyndaleikkonur hafa verið beittar ofbeldi í æsku og klámiðnaðinum fylgir meira ofbeldi sem og mansal.
Valdaleysi
Konur eru aðeins þriðjungur þingmanna og aðeins örlítill hluti þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækja landsins. Konur reka sig aftur og aftur í “glerþakið” og eiga erfitt með að ná í hæstu stjórnunarstöður bæði innan einkafyrirtækja og ríkisstofnana.
Staðalímynd
Stelpur fá bleikt armband og strákar blátt við fæðingu, þarna byrjar skiptingin og fólk getur ekki keypt gjafir handa barninu fyrr en það veit hvors kyns það er. Leikföng handa börnum og viðmót fólks gagnvart þeim er ólíkt. Körlum er innrætt ofbeldis- og áhættuhegðun en konum undirgefni, hvorugt er jákvætt.
Ósýnileiki
Nýjustu rannsóknir á Íslandi sýna að konur eru aðeins 30% þeirra sem birtast í fjölmiðlum og skiptir þá nánast engu máli um hvers kyns efni er að ræða. Jafnvel þó konur séu helmingur þjóðarinnar endurspegla fjölmiðlar það ekki. Fréttamat fjölmiðla er oft á þá vegu að störf og áhugamál kvenna eru veigaminni en karla eða á einhvern hátt ómerkileg.
Strippbúllur
Strippbúllur spretta upp sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu. Þrátt fyrir að einkadans sé bannaður með lögreglusamþykkt bæði í Reykjavík og Kópavogi er farið fram hjá reglum og einkadans er dansaður á vel flestum þessara staða. Leyfi þarf til að hafa strippsýningar en einnig er farið fram hjá slíkum reglum í nafni nærfatasýninga. Súludans er hrein hlutgerving kvenna þar sem þær eru þarna aðeins til að þóknast körlum. Vændi og mansal þrífast inni á þessum stöðum og tengjast þeim órjúfanlegum böndum.
Nauðganir
Yfir 90% fórnarlamba nauðgana eru konur og í langflestum tilfellum eru þeir sem beita ofbeldinu karlar. Mikill meirihluta nauðgana eru skipulagðar fyrirfram og framdar af vinum eða fjölskyldumeðlimum. Lyfjanauðganir og nauðganir inni á skemmtistöðum færast í aukana. Klæðnaður, framkoma eða orðspor konu réttlætir aldrei að henni sé nauðgað. Nauðgun er alltaf á ábyrgð geranda. Áfallaröskun þeirra sem verða fyrir nauðgun er sambærileg við þá sem upplifa stríð eða náttúruhamfarir. Fórnarlömb nauðgana eru ekki tekin trúverðug og því eru sjaldan lagðar fram kærur eða ákært í þessum málum. Alltof sjaldan falla dómar í nauðgunarmálum og yfirleitt eru þeir mjög vægir. Hættan á því að vera nauðgað stjórnar hegðun og uppeldi kvenna auk þess sem nauðganir eru þekkt hernaðartækni til að lama baráttuþrek þjóða í stríði.
Heimilisofbeldi
Heimilið á að veita fólki öryggi en slík er ekki raunin í tilfelli margra kvenna og barna. Ofbeldi úti á götu er ekki það sama og ofbeldi inni á heimili. Heimilisofbeldi innheldur bæði líkamlegt ofbeldi, nauðganir og andlegt ofbeldi.
Launamisrétti
Heildartekjur kvenna aðeins 65% af heildartekjum karla. Kvennastörf njóta minni virðingar og eru metin til lægri launa en karlastörf. Konur fá oft minna borgað en jafnhæfur karl sem gegnir sambærilegu starfi, slíkur hreinn launamunur mælist nú um 12-15% á landsvísu.
Þöggun
Haltu kjafti og vertu sæt. Þægar stelpur eru góðar stelpur.
Klámvæðing
Á okkur dynja tónlistarmyndbönd þar sem fáklæddar konur dansa fyrir fullklædda menn og olíuborin brjóst og rassar eru aðalþemun. Berar konur auglýsa Freyjudraum og lambakjöt. Litlar stelpur ganga í pornstar bolum og g-strengjum. Píkuaðgerðir færast í aukana til þess að stelpur líti betur út þröngum buxum.
Vændi
Vændi er ofbeldi. Líkamar kvenna eru ekki söluvörur. Vændi er neyðarúrræði þeirra kvenna sem stunda það og helst oftar en ekki í hendur við mansal. Vændi og mansal þrífast ekki án hvors annars.
Mansal
Nútímaþrælasala þrífst vel í formi mansals. Konur og stúlkur ganga kaupum og sölum oftast til að vera neyddar til starfa í kynlífsiðnaðinum.
Klám
Klám er þegar kynlífstengdar athafnir eru settar í niðurlægjandi og/eða ofbeldisfullt samhengi. Klám er ofbeldi. Oft er klám tengt við börn til dæmis með því að láta klámstjörnur klæðast skólabúningum. Margar klámmyndaleikkonur hafa verið beittar ofbeldi í æsku og klámiðnaðinum fylgir meira ofbeldi sem og mansal.
Valdaleysi
Konur eru aðeins þriðjungur þingmanna og aðeins örlítill hluti þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækja landsins. Konur reka sig aftur og aftur í “glerþakið” og eiga erfitt með að ná í hæstu stjórnunarstöður bæði innan einkafyrirtækja og ríkisstofnana.
Staðalímynd
Stelpur fá bleikt armband og strákar blátt við fæðingu, þarna byrjar skiptingin og fólk getur ekki keypt gjafir handa barninu fyrr en það veit hvors kyns það er. Leikföng handa börnum og viðmót fólks gagnvart þeim er ólíkt. Körlum er innrætt ofbeldis- og áhættuhegðun en konum undirgefni, hvorugt er jákvætt.
Ósýnileiki
Nýjustu rannsóknir á Íslandi sýna að konur eru aðeins 30% þeirra sem birtast í fjölmiðlum og skiptir þá nánast engu máli um hvers kyns efni er að ræða. Jafnvel þó konur séu helmingur þjóðarinnar endurspegla fjölmiðlar það ekki. Fréttamat fjölmiðla er oft á þá vegu að störf og áhugamál kvenna eru veigaminni en karla eða á einhvern hátt ómerkileg.
Strippbúllur
Strippbúllur spretta upp sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu. Þrátt fyrir að einkadans sé bannaður með lögreglusamþykkt bæði í Reykjavík og Kópavogi er farið fram hjá reglum og einkadans er dansaður á vel flestum þessara staða. Leyfi þarf til að hafa strippsýningar en einnig er farið fram hjá slíkum reglum í nafni nærfatasýninga. Súludans er hrein hlutgerving kvenna þar sem þær eru þarna aðeins til að þóknast körlum. Vændi og mansal þrífast inni á þessum stöðum og tengjast þeim órjúfanlegum böndum.
Sorgarflögg i Bankastræti
Nú er flaggað í hálfa stöng tólf bleikum fánum í ljósastaurum í Bankastræti. Ungliðahópur Femínistafélags Íslands stendur að baki fánunum og vill með þeim vekja athygli á þeim vandamálum á sviði jafnréttis sem enn eru ekki leyst í íslensku nútímaþjóðfélagi. Íslendingar standa sig vel í jafnréttismálum á heimsmælikvarða en þó er enn nokkuð langt í land til að kynin standi jafnfætis.
Hver fáni stendur fyrir ákveðið vandamál sem þarf og á að leysa sem fyrst. Flokkarnir eru:
nauðganir
heimilisofbeldi
launamisrétti
þöggun
klámvæðing
vændi
mansal
klám
valdaleysi
staðalímyndir
ósýnileiki
strippbúllur
Hér er um yfirgripsmikið svið að ræða og til að leysa þessi mál þarf samtakamátt fólksins í landinu. Öll málefnin eru þverpólitísk og í þeim felast sjálfsögð mannréttindi. Stjórnvöld, valdafólk í atvinnu- og viðskiptalífinu og verkalýðsfélögin þurfa að vinna að jafnrétti kynjanna með skýrri stefnumótun og framfylgni við hana. Ekki síst þarf almenningur að taka skýra afstöðu gegn misrétti til að sú hugarsfarsbreyting sem til þarf nái fram að ganga. Við skorum á þjóðina að standa með jafnrétti og vinna að því svo hægt verði að draga alla fánana að húni.
Hver fáni stendur fyrir ákveðið vandamál sem þarf og á að leysa sem fyrst. Flokkarnir eru:
nauðganir
heimilisofbeldi
launamisrétti
þöggun
klámvæðing
vændi
mansal
klám
valdaleysi
staðalímyndir
ósýnileiki
strippbúllur
Hér er um yfirgripsmikið svið að ræða og til að leysa þessi mál þarf samtakamátt fólksins í landinu. Öll málefnin eru þverpólitísk og í þeim felast sjálfsögð mannréttindi. Stjórnvöld, valdafólk í atvinnu- og viðskiptalífinu og verkalýðsfélögin þurfa að vinna að jafnrétti kynjanna með skýrri stefnumótun og framfylgni við hana. Ekki síst þarf almenningur að taka skýra afstöðu gegn misrétti til að sú hugarsfarsbreyting sem til þarf nái fram að ganga. Við skorum á þjóðina að standa með jafnrétti og vinna að því svo hægt verði að draga alla fánana að húni.
fimmtudagur, júní 29, 2006
Sæl öll sömul. Ég vil minna á Lötu stelpuna.
Lata stelpan er feminískt vefrit. Nafnið vísar til bókar eftir Emil Ludvik. Í upphafi bókarinnar er aðalpersónan illa þrifin og hugsar lítið sem ekkert um húsverkin. Kötturinn hennar neyðir hana í meikóver og eftir það breytist hún í ofurhúsmóður. Ritstjórn Lötu stelpunnar finnst sagan táknræn fyrir kraftinn sem samfélagið setur í að uppfylla staðalímyndir. Pennar vefsíðunnar leita fjölbreyttra leiða til að koma á kynjajafnrétti og miðla þeim hér. Ritstjórnin fékk styrk frá Hinu húsinu til skapandi sumarstarfs. Við kunnum Hinu húsinu bestu þakkir fyrir. Ef þú vilt hafa samband sendu þá tölvubréf á latastelpan@gmail.com.
Rakel
Lata stelpan er feminískt vefrit. Nafnið vísar til bókar eftir Emil Ludvik. Í upphafi bókarinnar er aðalpersónan illa þrifin og hugsar lítið sem ekkert um húsverkin. Kötturinn hennar neyðir hana í meikóver og eftir það breytist hún í ofurhúsmóður. Ritstjórn Lötu stelpunnar finnst sagan táknræn fyrir kraftinn sem samfélagið setur í að uppfylla staðalímyndir. Pennar vefsíðunnar leita fjölbreyttra leiða til að koma á kynjajafnrétti og miðla þeim hér. Ritstjórnin fékk styrk frá Hinu húsinu til skapandi sumarstarfs. Við kunnum Hinu húsinu bestu þakkir fyrir. Ef þú vilt hafa samband sendu þá tölvubréf á latastelpan@gmail.com.
Rakel
fimmtudagur, júní 15, 2006
19. júní- bleikur dagur á dagatalinu
Á dagatalinu eru fjölmargir rauðir dagar. Nokkur dæmi um þá eru 17. júní, uppstigningardagur, jóladagur, páskadagur og fleira en þá eru allir í fríi og gera sér glaðan dag. Ég legg til að 19. júní verður gerður að bleikum degi- degi jafnréttis.
Mætum öll niður í bæ 19. júní, íklædd bleiku, með bleika fána, blöndum bleika drykki og sendum jafnréttiskveðjur í útvarpið.
Brynja
Mætum öll niður í bæ 19. júní, íklædd bleiku, með bleika fána, blöndum bleika drykki og sendum jafnréttiskveðjur í útvarpið.
Brynja
miðvikudagur, júní 07, 2006
Nemendur skoða kynímyndir á MTV
Viðamikið jafnréttisverkefni félagsfræðikennara við Menntaskólann í Kópavogi tryggði skólanum jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar í dag.
Jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar veitti í dag árlega jafnréttisviðurkenningu sína í fimmta sinn. Í þetta skiptið féll viðurkenningin Menntaskólanum í Kópavogi í skaut og veitti Margrét Friðriksdóttir skólameistari henni viðtöku.
Helsta ástæða tilnefningar MK til jafnréttisverðlaunanna er verkefni sem er í gangi í félagsfræði við skólann undir stjórn Garðars Gíslasonar, sem einnig er upphafsmaður verkefnisins.
Jafnréttisverkefnið er samvinnuverkefni skóla í sex löndum, Íslandi, Noregi, Belgíu, Spáni, Eistlandi og Armeníu. Verkefnið er styrkt af menntastofnun Evrópusambandsins. Nemendur eiga að rannsaka birtingarmyndir kynímynda í umhverfi sínu, t.d. í sögum, bíómyndum, tónlistarmyndböndum og ævintýrum. Þau reyna að túlka skilaboðin sem t.d. myndbönd á MTV senda ungu fólki. Krakkarnir eru síðan í sambandi við nemendur hinna skólanna í gegnum tölvupóst og á MSN og bera saman bækur sínar.
Þriðja og síðasta starfsár verkefnisins er gengið í garð og í vetur mun viðfangsefnið vera heimilisofbeldi.
GOTT MÁL !
Viðamikið jafnréttisverkefni félagsfræðikennara við Menntaskólann í Kópavogi tryggði skólanum jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar í dag.
Jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar veitti í dag árlega jafnréttisviðurkenningu sína í fimmta sinn. Í þetta skiptið féll viðurkenningin Menntaskólanum í Kópavogi í skaut og veitti Margrét Friðriksdóttir skólameistari henni viðtöku.
Helsta ástæða tilnefningar MK til jafnréttisverðlaunanna er verkefni sem er í gangi í félagsfræði við skólann undir stjórn Garðars Gíslasonar, sem einnig er upphafsmaður verkefnisins.
Jafnréttisverkefnið er samvinnuverkefni skóla í sex löndum, Íslandi, Noregi, Belgíu, Spáni, Eistlandi og Armeníu. Verkefnið er styrkt af menntastofnun Evrópusambandsins. Nemendur eiga að rannsaka birtingarmyndir kynímynda í umhverfi sínu, t.d. í sögum, bíómyndum, tónlistarmyndböndum og ævintýrum. Þau reyna að túlka skilaboðin sem t.d. myndbönd á MTV senda ungu fólki. Krakkarnir eru síðan í sambandi við nemendur hinna skólanna í gegnum tölvupóst og á MSN og bera saman bækur sínar.
Þriðja og síðasta starfsár verkefnisins er gengið í garð og í vetur mun viðfangsefnið vera heimilisofbeldi.
GOTT MÁL !
fimmtudagur, maí 18, 2006
Tónleikar
KONUR MEÐ NÁTTÚRU - SKEMMTIDAGSKRÁ
Hallveigastöðum
19. maí
kl: 20:00
STELPUR ROKKA - TÓNLEIKAR
Stúdentakjallaranum
19. maí
kl: 22:00
MÆTA !
Hallveigastöðum
19. maí
kl: 20:00
STELPUR ROKKA - TÓNLEIKAR
Stúdentakjallaranum
19. maí
kl: 22:00
MÆTA !
þriðjudagur, maí 16, 2006
Konur eru konum bestar
Nú hefur opnað bloggsíða tileinkuð konum í tónlist.
Á síðunni segir:
Hugmyndin með þessari vefsíðu er að draga fram í dagsljósið tónlistarsköpun kvenna, ræða "tónlistarheiminn" með tilliti til kynjavíddar, mynda tengslanet tónlistarkvenna og rústa fokkin feðraveldinu (eins og alltaf)!
Fyrsti pistillinn hefur birst og þið gatið barið hann augum á þessari slóð:
www.konurerukonumbestar.blogspot.com
Steinunn
Á síðunni segir:
Hugmyndin með þessari vefsíðu er að draga fram í dagsljósið tónlistarsköpun kvenna, ræða "tónlistarheiminn" með tilliti til kynjavíddar, mynda tengslanet tónlistarkvenna og rústa fokkin feðraveldinu (eins og alltaf)!
Fyrsti pistillinn hefur birst og þið gatið barið hann augum á þessari slóð:
www.konurerukonumbestar.blogspot.com
Steinunn
sunnudagur, maí 14, 2006
Kæru femínistar
Laugardaginn 20.maí kl 10 fer í loftið sjónvarpsþátturinn Óþekkt á NFS. Þáttastjórnendur eru Kristín Tómasdóttir og Alfífa Ketilsdóttir, en efni hans verður fræðandi, skemmtilegt og femíniskt fyrir konur og um konur á öllum aldri.
Ef þér dettur í hug skemmtilegt efni eða skemmtilega umræðu sem ætti heima í þættinum þá þætti okkur afar vænt um slíkar vísbendingar. Einnig óskum við eftir styrkjum eða fjárstuðningi, en gegn því fæst auglýsing í byrjun þáttarins. Ef þú/þið hafið tækifæri til eða vitið um einhvern sem myndi vilja styrja okkur þá er slíkt afar vel þegið. Hægt er að hafa samband við okkur á kristto@hi.is (Kristín) eða audurk@hi.is (Fífa).
Með von um jákvæð viðbrögð,
Kristín og Fífa
Laugardaginn 20.maí kl 10 fer í loftið sjónvarpsþátturinn Óþekkt á NFS. Þáttastjórnendur eru Kristín Tómasdóttir og Alfífa Ketilsdóttir, en efni hans verður fræðandi, skemmtilegt og femíniskt fyrir konur og um konur á öllum aldri.
Ef þér dettur í hug skemmtilegt efni eða skemmtilega umræðu sem ætti heima í þættinum þá þætti okkur afar vænt um slíkar vísbendingar. Einnig óskum við eftir styrkjum eða fjárstuðningi, en gegn því fæst auglýsing í byrjun þáttarins. Ef þú/þið hafið tækifæri til eða vitið um einhvern sem myndi vilja styrja okkur þá er slíkt afar vel þegið. Hægt er að hafa samband við okkur á kristto@hi.is (Kristín) eða audurk@hi.is (Fífa).
Með von um jákvæð viðbrögð,
Kristín og Fífa
sunnudagur, apríl 30, 2006
Megrunarlausi dagurinn verður haldinn í fyrsta sinn á Íslandi laugardaginn 6. maí.
Dagskrá í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (bak við Norræna húsið):
13:00 Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur fjallar um 100 ára stríðið við aukakílóin.
13:20 Guðrún Beta Mánadóttir, forstöðukona Staðalímyndahóps Femínistafélags Íslands, fjallar um áhrif megrunaráróðursins á konur og kvenfrelsi.
13:40 Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur fjallar um tengsl megrunar við átraskanir.
14:00 Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi og upphafsmaður Rope Yoga flytur fyrirlesturinn "Nærum okkur með ásetningi!".
14:20 Stutt hlé
14:30 Heimildarmyndin "Dieting: At war with our bodies"
15:10 Frekari umfjöllun, fyrirspurnir og umræður.
16:00 Dagskrárlok
Dagskrá í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (bak við Norræna húsið):
13:00 Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur fjallar um 100 ára stríðið við aukakílóin.
13:20 Guðrún Beta Mánadóttir, forstöðukona Staðalímyndahóps Femínistafélags Íslands, fjallar um áhrif megrunaráróðursins á konur og kvenfrelsi.
13:40 Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur fjallar um tengsl megrunar við átraskanir.
14:00 Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi og upphafsmaður Rope Yoga flytur fyrirlesturinn "Nærum okkur með ásetningi!".
14:20 Stutt hlé
14:30 Heimildarmyndin "Dieting: At war with our bodies"
15:10 Frekari umfjöllun, fyrirspurnir og umræður.
16:00 Dagskrárlok
fimmtudagur, apríl 13, 2006
Þriðjungur kvenna hefur „stanslausar áhyggjur“ af útliti sínu
Hátt í þriðjungur kvenna hefur stanslausar áhyggjur af útliti líkama síns „frá morgni til kvölds“, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem gerð var fyrir tímaritið Grazia í Bretlandi. Rúmlega 5.000 konur tóku þátt í könnuninni og í ljós kom að einungis ein af hverjum 50 var ánægð með líkamsvöxt sinn. Að meðaltali vildu konurnar léttast um átta og hálft kíló.
Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins.
Sjö af hverjum tíu þátttakendum sögðu að líf sitt myndi batna ef þær hefðu „betri“ líkamsvöxt. Allar konurnar sem tóku þátt í könnuninni, sem gerð var á vef tímaritsins, sögðust einhverntíma hafa farið í megrunarkúr, og 41% sagðist sífellt fylgjast með mataræði sínu. Annar hver þátttakandi viðurkenndi að hafa logið til um þyngd sína.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur meðalkonan í Bretlandi áhyggjur af útliti líkama síns á fimmtán mínútna fresti.
Framkvæmdastjóri bresku átröskunarsamtakanna sagði í tilefni af könnuninni að það væri ekki sjúklegt að hafa áhyggjur af útliti líkamans, en benti jafnframt á að anorexía og búlimía ættu rætur að rekja til ranghugmynda um útlit líkamans.
Árátta tengt holdafari er ekki nýtt vandamál en þetta eru samt sláandi tölur. Ég legg til að fólk haldi ALÞJÓÐLEGA MEGRNARLAUSA DAGINN hátíðlegan.(www.hugs.blogspot.com)
Hátt í þriðjungur kvenna hefur stanslausar áhyggjur af útliti líkama síns „frá morgni til kvölds“, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem gerð var fyrir tímaritið Grazia í Bretlandi. Rúmlega 5.000 konur tóku þátt í könnuninni og í ljós kom að einungis ein af hverjum 50 var ánægð með líkamsvöxt sinn. Að meðaltali vildu konurnar léttast um átta og hálft kíló.
Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins.
Sjö af hverjum tíu þátttakendum sögðu að líf sitt myndi batna ef þær hefðu „betri“ líkamsvöxt. Allar konurnar sem tóku þátt í könnuninni, sem gerð var á vef tímaritsins, sögðust einhverntíma hafa farið í megrunarkúr, og 41% sagðist sífellt fylgjast með mataræði sínu. Annar hver þátttakandi viðurkenndi að hafa logið til um þyngd sína.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur meðalkonan í Bretlandi áhyggjur af útliti líkama síns á fimmtán mínútna fresti.
Framkvæmdastjóri bresku átröskunarsamtakanna sagði í tilefni af könnuninni að það væri ekki sjúklegt að hafa áhyggjur af útliti líkamans, en benti jafnframt á að anorexía og búlimía ættu rætur að rekja til ranghugmynda um útlit líkamans.
Árátta tengt holdafari er ekki nýtt vandamál en þetta eru samt sláandi tölur. Ég legg til að fólk haldi ALÞJÓÐLEGA MEGRNARLAUSA DAGINN hátíðlegan.(www.hugs.blogspot.com)
föstudagur, mars 31, 2006
Kæra unga hugmyndaríka fólk,
Nú er verið að biðja okkur um að hafa skoðun af því fólkið á toppnum ætlar að hlusta. Nú getum við vonandi sloppið við eins og nokkur mótmæli og sett bara hugmyndirnar á blað því Norræna ráðherranefndin ætlar að framkvæma. Treysti á að ég sjái ykkur þarna á morgun!!!!
Félagar úr ungliðahópi Femínistafélags Íslands standa fyrir vinnustofu laugardaginn 1. apríl 2006 til að safna hugmyndum um ungt fólk og jafnrétti fyrir Norrænu ráðherranefndina. Vinnstofan verður í Hinu húsinu frá kl. 16:00-19:00.
Skipuð hefur verið samnorræn nefnd ungs fólks til að búa til svokallaða Hvítu bók sem er stefnuyfirlýsing ungs fólks á Norðurlöndum varðandi jafnrétti kynjanna. Á þennan hátt hefur ungu fólki verið gefið tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnumótun og hlustað verður á raddir þeirra. Framlag Íslands verður búið til á þessari vinnustofu og er ætlunin að þátttakendur velji sér þema til að ræða í litlum hópum. Hver og einn getur valið sér tvö þemu þar sem hver umræðuhópur stendur í um klukkustund.
Nú er tækifærið til að koma sínum skoðunum á framfæri. Norræna ráðherranefndin er að biðja um að fá að heyra það sem ungt fólk hefur fram að færa og því ekki úr vegi að verða við því.
Þemu sem verða meðal annars rædd í vinnustofunni á morgun eru: Kynbundið ofbeldi, frístundir og félagslíf, atvinna, skóli og menntun, kynlíf og kynheilbrigði, staðalímyndir, innflytjendur, kynhneigð, velferðarkerfið og stjórnmál; og klámvæðing.
Steinunn
Nú er verið að biðja okkur um að hafa skoðun af því fólkið á toppnum ætlar að hlusta. Nú getum við vonandi sloppið við eins og nokkur mótmæli og sett bara hugmyndirnar á blað því Norræna ráðherranefndin ætlar að framkvæma. Treysti á að ég sjái ykkur þarna á morgun!!!!
Félagar úr ungliðahópi Femínistafélags Íslands standa fyrir vinnustofu laugardaginn 1. apríl 2006 til að safna hugmyndum um ungt fólk og jafnrétti fyrir Norrænu ráðherranefndina. Vinnstofan verður í Hinu húsinu frá kl. 16:00-19:00.
Skipuð hefur verið samnorræn nefnd ungs fólks til að búa til svokallaða Hvítu bók sem er stefnuyfirlýsing ungs fólks á Norðurlöndum varðandi jafnrétti kynjanna. Á þennan hátt hefur ungu fólki verið gefið tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnumótun og hlustað verður á raddir þeirra. Framlag Íslands verður búið til á þessari vinnustofu og er ætlunin að þátttakendur velji sér þema til að ræða í litlum hópum. Hver og einn getur valið sér tvö þemu þar sem hver umræðuhópur stendur í um klukkustund.
Nú er tækifærið til að koma sínum skoðunum á framfæri. Norræna ráðherranefndin er að biðja um að fá að heyra það sem ungt fólk hefur fram að færa og því ekki úr vegi að verða við því.
Þemu sem verða meðal annars rædd í vinnustofunni á morgun eru: Kynbundið ofbeldi, frístundir og félagslíf, atvinna, skóli og menntun, kynlíf og kynheilbrigði, staðalímyndir, innflytjendur, kynhneigð, velferðarkerfið og stjórnmál; og klámvæðing.
Steinunn
miðvikudagur, mars 29, 2006
Berar konur á herrakvöldi KR
Á herrakvöldi KR sem haldið var um miðjan mánuðinn voru konur fengnar til að berhátta sig á svokölluðu treyjuuppboði. Einn gestanna lýsir þessu á bloggsíðu. Femínistafélagið gerði athugasemdir og aðalstjórn KR þykir miður að þetta hafi átt sér stað í KR-heimilinu.
Eflaust hafa einhverjir séð þetta í fréttum RÚV. Konurnar voru semsagt látnar ganga um á nærbrókum einum klæða innan um 400 menn. Þvílík svívirða. Í stjórn KR eru engar konur, surprise, surspise.
Brynja
Á herrakvöldi KR sem haldið var um miðjan mánuðinn voru konur fengnar til að berhátta sig á svokölluðu treyjuuppboði. Einn gestanna lýsir þessu á bloggsíðu. Femínistafélagið gerði athugasemdir og aðalstjórn KR þykir miður að þetta hafi átt sér stað í KR-heimilinu.
Eflaust hafa einhverjir séð þetta í fréttum RÚV. Konurnar voru semsagt látnar ganga um á nærbrókum einum klæða innan um 400 menn. Þvílík svívirða. Í stjórn KR eru engar konur, surprise, surspise.
Brynja
miðvikudagur, mars 22, 2006
Lyf og Heilsa selur karlmönnum ekki daginn-eftir pillu.
Lyf og heilsa hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna að þeir varist að selja svokallaða daginn-eftir-pillu til ungra karlmanna. Ástæðan er sú að stúlkur hafa verið beittar þrýstingi um kynmök án getnaðarvarna af því strákurinn lumi á pillunni.
Daginn-eftir-pillan, er eins og nafnið gefur til kynna tekin eftir kynmök, til þess að hindra að frjóvgað egg geti sest að í leginu. Að sögn lækna er þetta neyðarúrræði sem alls ekki sé ætlað að koma í stað getnaðarvarna.
Ýmsir segja þetta mismunun því engar reglur banni það að karlmenn kaupi lyfið.
visir.is
Hvað finnst ykkur ?
Lyf og heilsa hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna að þeir varist að selja svokallaða daginn-eftir-pillu til ungra karlmanna. Ástæðan er sú að stúlkur hafa verið beittar þrýstingi um kynmök án getnaðarvarna af því strákurinn lumi á pillunni.
Daginn-eftir-pillan, er eins og nafnið gefur til kynna tekin eftir kynmök, til þess að hindra að frjóvgað egg geti sest að í leginu. Að sögn lækna er þetta neyðarúrræði sem alls ekki sé ætlað að koma í stað getnaðarvarna.
Ýmsir segja þetta mismunun því engar reglur banni það að karlmenn kaupi lyfið.
visir.is
Hvað finnst ykkur ?
þriðjudagur, mars 07, 2006
BARÁTTUGLEÐI Í TILEFNI ALÞJÓÐLEGS BARÁTTUDAGS KVENNA
Femínistafélagið Bríet efnir til baráttugleði í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna á morgun, 8. mars. Andi fyrri tíma kvenréttindakvenna mun svífa yfir með viðeigandi veggspjöldum, slagorðum og búningum á efri hæð Dubliners frá kl. 20:00. Femínistar nútímans munu tala um það sem stendur þeim nær og fjær í anda gömlu kempanna. Tónlistarkonur og dj. Suffrage leika á milli baráttuþrunginna þrumuræðna.
Barátturæður, upplestur og leik fremja...
- Kristbjörg Kristjánsdóttir, bríeta,
- Kolbrún Halldórsdóttir þingkona um kynferðisofbeldi,
- Drífa Snædal frá Kvennaathvarfinu um heimilisofbeldi,
- Edda Björgvinsdóttir leikkona um femínisma,
- Vala Pálmadóttir ungfemínista um kynjafræðina og lífið,
- Guðrún Ögmundsdóttir þingkona,
- Leikkonur úr Kvenfélaginu Garpi,
- Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins, um komandi tíma í baráttunni.
... og fleiri.
Við hvetjum alla til að mæta og fyllast baráttuanda þeirra kvenna sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Þær sem óðu eld og brennistein svo að við mættum kjósa, sitja á þingi, öðlast rétt til fóstureyðinga og fá þau tækifæri sem bjóðast konum á vinnumarkaði í dag. Þó svo miklu hafi verið áorkað er ekki hægt að fagna algjöru jafnrétti kynjanna enn í dag, því er meiningin að slá baráttuanda fyrri tíma í baráttumál nútímans.
Sameinumst í skemmtun á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, miðvikudaginn 8.mars, á efri hæð Dubliners kl. 20:00-fram á rauða…
Tilboð á barnum!
FEMÍNISTAR, SJÁUMST ÞAR!
-Steinunn-
Frjálshyggjupési talar um óréttlæti fóstureyðinga
Formaður ungra frjálshyggjumanna/gutta gerði fóstureyðingar nýlega að umræðuefni í grein sinni á heimasíðunni www.uf.is Greinin heitir ,,Fóstueyðingar eru óréttlætanlegar" en segir hann það rangt að eyða fóstri við allar kringumstæður þ.e. hvort sem foreldrarnir kæri sig um barnið, hvort þau séu blönk, barnið sé skaddað, eða hvort konunni hafi verið nauðgað.
,,Ungir frjálshyggjumenn eru þeirrar skoðunnar að fólk eigi sig sjálft. Fólk á sjálft að taka ákvarðanir um eigið líf og hefur sjálft ráðstöfunarrétt yfir eignum sínum. Ekki má brjóta þetta frelsi fólks, nema ef fólk brýtur á sambærilegu frelsi annarra." Þetta stendur orðrétt á heimasíðunni þeirra.
Hvers vegna predika frjálshyggjubullur frelsi, ef þeim finnst konan ekki eiga skilið stjórn á eigin líkama ? Gildir frelsið þá bara um áðkveðna einstaklinga? Að ganga með barn í 9 mánuði er mál, að sjá um barn alla ævi er líka mál, sem frjálshyggjupésinn Hlynur Jónsson (greinahöfundurinn) virðist ekki hafa hugmynd um.
Brynja
Formaður ungra frjálshyggjumanna/gutta gerði fóstureyðingar nýlega að umræðuefni í grein sinni á heimasíðunni www.uf.is Greinin heitir ,,Fóstueyðingar eru óréttlætanlegar" en segir hann það rangt að eyða fóstri við allar kringumstæður þ.e. hvort sem foreldrarnir kæri sig um barnið, hvort þau séu blönk, barnið sé skaddað, eða hvort konunni hafi verið nauðgað.
,,Ungir frjálshyggjumenn eru þeirrar skoðunnar að fólk eigi sig sjálft. Fólk á sjálft að taka ákvarðanir um eigið líf og hefur sjálft ráðstöfunarrétt yfir eignum sínum. Ekki má brjóta þetta frelsi fólks, nema ef fólk brýtur á sambærilegu frelsi annarra." Þetta stendur orðrétt á heimasíðunni þeirra.
Hvers vegna predika frjálshyggjubullur frelsi, ef þeim finnst konan ekki eiga skilið stjórn á eigin líkama ? Gildir frelsið þá bara um áðkveðna einstaklinga? Að ganga með barn í 9 mánuði er mál, að sjá um barn alla ævi er líka mál, sem frjálshyggjupésinn Hlynur Jónsson (greinahöfundurinn) virðist ekki hafa hugmynd um.
Brynja
þriðjudagur, febrúar 28, 2006
V DAGUR - ofbeldið burt
V-dagur 2006:Í tilefni af V-deginum verður leikritið Píkusögur flutt þann 1. mars kl. 20:00 á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikkonur verksins eru Alþingiskonur Íslands og leikstjóri er María Ellingsen. Miðaverð er 2000 kr. og fer ágóðinn í forvarnarstarf V-dags samtakanna. Eftir sýningu verður kokteill í anddyri Borgarleikhússins og verður gestum boðið upp á að styrkja baráttu V-dags samtakanna með frjálsum fjárframlögum. Söfnunarféð verður m.a notað til ad birta nýja herferð gegn nauðgunum. Herferðin byggist á ungum karlmönnum sem taka fyrir þær “mýtur” sem uppi eru í samfélaginu vegna ofbeldis á konum. Landsbankinn er bakhjarl V-dagsins og fjárgæsluaðili fjársöfnunarinnar.
V-dags samtökin: V-dagurinn hefur verið haldinn víða um heim sidan V-dagssamtökin voru stofnuð í New York árið 1998. Samtökin voru stofnuð í tengslum við leikritið Vagina Monologues eða Píkusögur eftir Eve Ensler. Markmið alþjóðlegu V-dagssamtakanna er að binda endi á ofbeldi gegn konum um allan heim og munu samtökin starfa þar til því markmiði hefur verið náð.V-dags samtökin á Íslandi voru stofnuð árið 2002 og hafa lagt áherslu á að berjast gegn nauðgunum og hafa sérstaklega tekið fyrir svokallaðar vinanauðganir þar sem staðreyndin er sú að 3 af hverjum 4 nauðgurum eru vinir og kunningjar þolenda. V-dags samtökin hafa viljað beina kastljósinu að gerendum nauðgana og minna á að ábyrgðin er alltaf þeirra og í hvaða kringumstæðum sem er.V-dags samtökin hafa fundið fyrir miklum velvilja og studning.
Samtökin hafa rekstrargrundvöll frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu sem og stuðning frá einkaaðilum til ýmis konar forvarnarstarfs, og þar munar mestu um framlag Landsbankans sem hefur verið styrktaraðili samtakanna undanfarin ár. V-dags samtökin hafa hlotið viðurkenningar fyrir störf sín, m.a auglýsingaverðlaun og þann heiður að vera valin fyrirmynd annarra V-dags samtaka í Evrópu. V-dagssamtökin eru ópólitísk og óháð öðrum samtökum í baráttu sinni. Nánari upplýsingar um samtökin er hægt að finna á http://www.vday.org/ og www.vdagur.is.
Píkusögur: Eve Ensler hafði áhyggjur af píkum og skrifaði í kjölfarið leikritið Píkusögur sem byggt er á viðtölum við 200 konur. Í leikritinu upphefur Eve kynferði og styrk kvenna með húmor og einlægni, ásamt því að minna á það ofbeldi sem konur heimsins verða fyrir á hverjum degi. Píkusögur voru settar upp í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum og fengu mjög góðar viðtökur. Píkusögur hafa valdið byltingu í hugarfari í garð kvenna og rofið þögnina gagnvart því ofbeldi sem þær verða fyrir. Leikritið hefur verið þýtt á yfir 35 tungumál og verið sett upp út um allan heim. Leikritið hefur hlotið fjölda verðlauna og hefur safnað yfir 25 milljón dollara sem nýst hefur í baráttuna gegn ofbeldi á konum.
Þingkonur sem leikkonur: Orð eru til alls fyrst og þau orð sem Eve Ensler setti saman í Píkusögum hafa valdið engu minna en heimsbyltinu. Á V-daginn 1. mars eru það fulltrúar íslenskra kvenna á Alþingi sem munu ljá þessum orðum rödd. Það er V-dags samtökunum mikils virði að geta rétt þingkonum þennan kyndil sem þær munu bera áfram til að lýsa upp myrkur þagnar og fordóma vegna ofbeldis gagnvart konum. V-dags samtökin eru óendanlega þakklát fyrir velviljann og hugrekkið sem þingkonurnar sýna með því að taka þátt í þessu dýrmæta verkefni.
Af www.borgarleikhusid.is
V-dagur 2006:Í tilefni af V-deginum verður leikritið Píkusögur flutt þann 1. mars kl. 20:00 á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikkonur verksins eru Alþingiskonur Íslands og leikstjóri er María Ellingsen. Miðaverð er 2000 kr. og fer ágóðinn í forvarnarstarf V-dags samtakanna. Eftir sýningu verður kokteill í anddyri Borgarleikhússins og verður gestum boðið upp á að styrkja baráttu V-dags samtakanna með frjálsum fjárframlögum. Söfnunarféð verður m.a notað til ad birta nýja herferð gegn nauðgunum. Herferðin byggist á ungum karlmönnum sem taka fyrir þær “mýtur” sem uppi eru í samfélaginu vegna ofbeldis á konum. Landsbankinn er bakhjarl V-dagsins og fjárgæsluaðili fjársöfnunarinnar.
V-dags samtökin: V-dagurinn hefur verið haldinn víða um heim sidan V-dagssamtökin voru stofnuð í New York árið 1998. Samtökin voru stofnuð í tengslum við leikritið Vagina Monologues eða Píkusögur eftir Eve Ensler. Markmið alþjóðlegu V-dagssamtakanna er að binda endi á ofbeldi gegn konum um allan heim og munu samtökin starfa þar til því markmiði hefur verið náð.V-dags samtökin á Íslandi voru stofnuð árið 2002 og hafa lagt áherslu á að berjast gegn nauðgunum og hafa sérstaklega tekið fyrir svokallaðar vinanauðganir þar sem staðreyndin er sú að 3 af hverjum 4 nauðgurum eru vinir og kunningjar þolenda. V-dags samtökin hafa viljað beina kastljósinu að gerendum nauðgana og minna á að ábyrgðin er alltaf þeirra og í hvaða kringumstæðum sem er.V-dags samtökin hafa fundið fyrir miklum velvilja og studning.
Samtökin hafa rekstrargrundvöll frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu sem og stuðning frá einkaaðilum til ýmis konar forvarnarstarfs, og þar munar mestu um framlag Landsbankans sem hefur verið styrktaraðili samtakanna undanfarin ár. V-dags samtökin hafa hlotið viðurkenningar fyrir störf sín, m.a auglýsingaverðlaun og þann heiður að vera valin fyrirmynd annarra V-dags samtaka í Evrópu. V-dagssamtökin eru ópólitísk og óháð öðrum samtökum í baráttu sinni. Nánari upplýsingar um samtökin er hægt að finna á http://www.vday.org/ og www.vdagur.is.
Píkusögur: Eve Ensler hafði áhyggjur af píkum og skrifaði í kjölfarið leikritið Píkusögur sem byggt er á viðtölum við 200 konur. Í leikritinu upphefur Eve kynferði og styrk kvenna með húmor og einlægni, ásamt því að minna á það ofbeldi sem konur heimsins verða fyrir á hverjum degi. Píkusögur voru settar upp í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum og fengu mjög góðar viðtökur. Píkusögur hafa valdið byltingu í hugarfari í garð kvenna og rofið þögnina gagnvart því ofbeldi sem þær verða fyrir. Leikritið hefur verið þýtt á yfir 35 tungumál og verið sett upp út um allan heim. Leikritið hefur hlotið fjölda verðlauna og hefur safnað yfir 25 milljón dollara sem nýst hefur í baráttuna gegn ofbeldi á konum.
Þingkonur sem leikkonur: Orð eru til alls fyrst og þau orð sem Eve Ensler setti saman í Píkusögum hafa valdið engu minna en heimsbyltinu. Á V-daginn 1. mars eru það fulltrúar íslenskra kvenna á Alþingi sem munu ljá þessum orðum rödd. Það er V-dags samtökunum mikils virði að geta rétt þingkonum þennan kyndil sem þær munu bera áfram til að lýsa upp myrkur þagnar og fordóma vegna ofbeldis gagnvart konum. V-dags samtökin eru óendanlega þakklát fyrir velviljann og hugrekkið sem þingkonurnar sýna með því að taka þátt í þessu dýrmæta verkefni.
Af www.borgarleikhusid.is
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Jafnrétti fyrir alla
Jafnréttisnefnd Reykjavíku heldur opinn fund á Hótel Sögu föstudaginn 17. febrúar 2006. Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir, fréttakona. Efni fundarins er umfjöllun um jafnréttishugtakið, mannréttindi, minnihlutahópa og möguleika sveitarfélaga til að þjónusta alla hópa jafn vel.
Spornum gegn mismunun – stuðlum að þátttöku
13:00 -13:10 Setning
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri setur fundinn
13:10 - 13:30 Inngangsávarp
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar
13:30 - 13:50 Stefna Háskóla Íslands gegn mismunun
Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði
13:50 - 14:10 Skilningur á jafnréttishugtakinu
Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur
14:10 - 14:30 Jafnrétti og minnihlutahópar
Rannveig Traustadóttir, prófessor
14:30 - 15:00 Kaffihlé
15:00 - 15:20 Jafnrétti og þjónusta sveitarfélaga – er hægt að þjónusta alla jafn vel?
Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar Vesturgarðs
15:20 - 16:10 Jafnrétti út frá mínum sjónarhóli
Amal Tamini, fræðslufulltrúi, Kristín Tómasdóttir, nemi, Sigursteinn R. Másson, formaður Öryrkjabandalagsins. Stefán Benediktsson, arkitekt og Viðar Eggertsson, leikari
16:10 - 16:30 Umræður og fyrirspurnir
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Jafnréttisnefnd Reykjavíku heldur opinn fund á Hótel Sögu föstudaginn 17. febrúar 2006. Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir, fréttakona. Efni fundarins er umfjöllun um jafnréttishugtakið, mannréttindi, minnihlutahópa og möguleika sveitarfélaga til að þjónusta alla hópa jafn vel.
Spornum gegn mismunun – stuðlum að þátttöku
13:00 -13:10 Setning
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri setur fundinn
13:10 - 13:30 Inngangsávarp
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar
13:30 - 13:50 Stefna Háskóla Íslands gegn mismunun
Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði
13:50 - 14:10 Skilningur á jafnréttishugtakinu
Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur
14:10 - 14:30 Jafnrétti og minnihlutahópar
Rannveig Traustadóttir, prófessor
14:30 - 15:00 Kaffihlé
15:00 - 15:20 Jafnrétti og þjónusta sveitarfélaga – er hægt að þjónusta alla jafn vel?
Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar Vesturgarðs
15:20 - 16:10 Jafnrétti út frá mínum sjónarhóli
Amal Tamini, fræðslufulltrúi, Kristín Tómasdóttir, nemi, Sigursteinn R. Másson, formaður Öryrkjabandalagsins. Stefán Benediktsson, arkitekt og Viðar Eggertsson, leikari
16:10 - 16:30 Umræður og fyrirspurnir
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
föstudagur, janúar 27, 2006
Fræga fókinu er annt um jafnrétti
af mbl.is
Nicole Kidman útnefnd sem góðgerðarsendiherra UNIFEM
Leikkonan og Hollywood stjarnan, Nicole Kidman, var í dag útnefnd sem góðgerðasendiherra UNIFEM, og mun hún nú taka að sér það verkefni að berjast fyrir réttindum kvenna um allan heim. „Mér þykir það vera mikill heiður að UNIFEM hafi beðið mig um að þjóna sem góðgerðarsendiherra,“ sagði Kidman á blaðamannafundi sem var haldinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.
Kidman mun vinna að því að auka réttindi kvenna og að jafna stöðu kynjanna um allan heim. Hún mun leggja m.a. sérstaka áherslu á það að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum.
„Útnefning góðgerðarsendiherra er fyrir framúrskarandi einstaklinga sem eru reiðubúnir til þess að nýta sér frægð sína til jákvæðra breytinga,“ sagði Noeleen Heyzer, framkvæmdastýra UNIFEM.
Kidman segir að hún hafi ákveðið að taka þátt í starfi UNIFEM eftir að hún heyrði að störfum sjóðsins í Kambódíu.
Hún mun ferðast með Heyzer á þessu ári og hitta konur vítt og breitt um heiminn. Til greina kemur að þær ferðist til Súdan, Kongó, Líberíu, Afganistan og Kambódíu.
Brynja
af mbl.is
Nicole Kidman útnefnd sem góðgerðarsendiherra UNIFEM
Leikkonan og Hollywood stjarnan, Nicole Kidman, var í dag útnefnd sem góðgerðasendiherra UNIFEM, og mun hún nú taka að sér það verkefni að berjast fyrir réttindum kvenna um allan heim. „Mér þykir það vera mikill heiður að UNIFEM hafi beðið mig um að þjóna sem góðgerðarsendiherra,“ sagði Kidman á blaðamannafundi sem var haldinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.
Kidman mun vinna að því að auka réttindi kvenna og að jafna stöðu kynjanna um allan heim. Hún mun leggja m.a. sérstaka áherslu á það að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum.
„Útnefning góðgerðarsendiherra er fyrir framúrskarandi einstaklinga sem eru reiðubúnir til þess að nýta sér frægð sína til jákvæðra breytinga,“ sagði Noeleen Heyzer, framkvæmdastýra UNIFEM.
Kidman segir að hún hafi ákveðið að taka þátt í starfi UNIFEM eftir að hún heyrði að störfum sjóðsins í Kambódíu.
Hún mun ferðast með Heyzer á þessu ári og hitta konur vítt og breitt um heiminn. Til greina kemur að þær ferðist til Súdan, Kongó, Líberíu, Afganistan og Kambódíu.
Brynja
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Opinn fundur fyrir nýliða!
Í kvöld verður haldinn opinn fundur hjá ungliðahópi FÍ. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Kúltúr (vestanmegin) kl. 17:30. Allir sem hafa áhuga á starfi hópsins eru velkomnir! Fundurinn verður bara létt spjall um femínisma og þau mál sem er efst á baugi í dag og standa næst ungu fólki. Ef ÞÚ hefur áhuga á að fræðast meira um hópinn eða taka þátt í starfinu mættu þá í kvöld!!! Sjáumst!
Kaffi Kúltúr, Hverfisgötu (gegnt Þjóðleikhúsinu) kl. 17:30.
Í kvöld verður haldinn opinn fundur hjá ungliðahópi FÍ. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Kúltúr (vestanmegin) kl. 17:30. Allir sem hafa áhuga á starfi hópsins eru velkomnir! Fundurinn verður bara létt spjall um femínisma og þau mál sem er efst á baugi í dag og standa næst ungu fólki. Ef ÞÚ hefur áhuga á að fræðast meira um hópinn eða taka þátt í starfinu mættu þá í kvöld!!! Sjáumst!
Kaffi Kúltúr, Hverfisgötu (gegnt Þjóðleikhúsinu) kl. 17:30.
miðvikudagur, janúar 18, 2006
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Viva Dievddut !
Í norska Samabænum Kautokeino hefur kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum stúlkum lengi verið vandamál en karlar þar í bæ velja líka oft að borga fyrir kynlíf með áfengi og sígarettum. Margar unglingsstúlkur það eiga kærasta, eldri en 30 ára gamla og gamlir karlar bíða oft í bílum sínum fyrir utan skólann til að notfæra sér stúlkurnar. Nauðgunum fer hratt fjölgandi, það hefur félagsþjónustan vitað í áraraðir en ekkert gerist þar sem sambandsleysi er milli hennar og stjórnmálamanna.
Maður nokkur fékk að lokum nóg og hringdi í í nokkra menn á svæðinu. Þeir stofnuðu karlahópnn Dievddut til að vinna gegn nauðgunum og ofbeldi gagnvart konum með því að kynna og kenna körlum og strákum heilbrigðari sýn á konur. Með þessu lofsverða átaki kom kynferðislegt ofbeldi upp á yfirborðið.
Brynja
Í norska Samabænum Kautokeino hefur kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum stúlkum lengi verið vandamál en karlar þar í bæ velja líka oft að borga fyrir kynlíf með áfengi og sígarettum. Margar unglingsstúlkur það eiga kærasta, eldri en 30 ára gamla og gamlir karlar bíða oft í bílum sínum fyrir utan skólann til að notfæra sér stúlkurnar. Nauðgunum fer hratt fjölgandi, það hefur félagsþjónustan vitað í áraraðir en ekkert gerist þar sem sambandsleysi er milli hennar og stjórnmálamanna.
Maður nokkur fékk að lokum nóg og hringdi í í nokkra menn á svæðinu. Þeir stofnuðu karlahópnn Dievddut til að vinna gegn nauðgunum og ofbeldi gagnvart konum með því að kynna og kenna körlum og strákum heilbrigðari sýn á konur. Með þessu lofsverða átaki kom kynferðislegt ofbeldi upp á yfirborðið.
Brynja
Um karlmenn í pilsum
Rakst á litla grein í Fréttablaðinu undir nafninu "Mega karlmenn klæðast pilsum" Hérna er úrdráttur.
Pils eru í augum margra kvennaklæðnaður. Það er þó ekkert sem segir að svo eigi að vera, aðeins hefðir og menning hafa myndað þessa óskráðu reglu.
Sagan segir okkur reyndar að þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þvert á móti hefur hefur það tíðkast í fjölmörgum samfélögum sögunnar að karlmenn hafi klæðst ýmiss konar pilsum og í sumum samfélögum tíðkast það enn.
Hjá ýmsum landbúnaðarsamfélögum klæddust karlar ætíð pilsum t.d á heitum svæðum í Afríku, Ástralíu ofl. Tóra-búningur Rómverja var kjóll og rómverskir hermenn klæddust pilsum. Í nokkrum samfélögum ganga menn enn í pilsum og þykja það ansi flott og eðlilegt t.d. thobe í Arabalöndum, foustanella í Grikklandi, djelleba í N-Afríku, kaftan fyrir botni Miðjarðarhafs og kilt í Skotlandi.
Pils hafa þó ekki ratað inn í tískuheim karlmanna Vesturlanda. Hvort það tengist þröngsýni eða fari körlum ekki er ei vitað.
Sumir vilja þó taka af skarið og vert er að minnast á að hvergi í heiminum tíðkaðist það að konur gegnu æi buxum fyrr en á síðustu öld og voru konur jafnvel handteknat fyrir slíkt fyrirlítlegt athæfi.
Brynja
Rakst á litla grein í Fréttablaðinu undir nafninu "Mega karlmenn klæðast pilsum" Hérna er úrdráttur.
Pils eru í augum margra kvennaklæðnaður. Það er þó ekkert sem segir að svo eigi að vera, aðeins hefðir og menning hafa myndað þessa óskráðu reglu.
Sagan segir okkur reyndar að þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þvert á móti hefur hefur það tíðkast í fjölmörgum samfélögum sögunnar að karlmenn hafi klæðst ýmiss konar pilsum og í sumum samfélögum tíðkast það enn.
Hjá ýmsum landbúnaðarsamfélögum klæddust karlar ætíð pilsum t.d á heitum svæðum í Afríku, Ástralíu ofl. Tóra-búningur Rómverja var kjóll og rómverskir hermenn klæddust pilsum. Í nokkrum samfélögum ganga menn enn í pilsum og þykja það ansi flott og eðlilegt t.d. thobe í Arabalöndum, foustanella í Grikklandi, djelleba í N-Afríku, kaftan fyrir botni Miðjarðarhafs og kilt í Skotlandi.
Pils hafa þó ekki ratað inn í tískuheim karlmanna Vesturlanda. Hvort það tengist þröngsýni eða fari körlum ekki er ei vitað.
Sumir vilja þó taka af skarið og vert er að minnast á að hvergi í heiminum tíðkaðist það að konur gegnu æi buxum fyrr en á síðustu öld og voru konur jafnvel handteknat fyrir slíkt fyrirlítlegt athæfi.
Brynja
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Aðgreining kynjanna byrjar strax
Börn eru ótrúlega snemma látin í ákveðin kven- og karlahlutverk. Ég man t.d. að þegar ég var yngri átti ég leikfangastraujárn, potta og þvottavél sem gekk fyrir rafhlöðu. Frændi minn sem var ári yngri en ég átti hinsvegar byssur, leikfangahamar, skrúfjárn og fjarstýrða bíla. Skilaboðin til mín voru: Konur þvo þvottinn og elda matinn en karlar eru hugaðir hermenn sem að gera við hluti þegar þeir bila. Þessi kynjaskipting er ekki ásköpuð heldur lærð af samfélaginu og hana ber að uppræta! Meira að segja í sunnudagaskólanum er börnum strax sagt hvernig þau eigi að vera, hérna kemur lagabrot úr söngtexta frá kirkjunni, en þar syngja strákar fyrir Daníel en stelpur fyrir Rut:
Ég vil líkjast Daníel
og ég vil líkjast Rut.
Því Rut hún er svo þæg og góð
en Daníel fylltur hetjumóð.
Ég vil líkjast Daníel
og ég vil líkjast Rut.
Hérna er börnum strax í byrjun kennt að stúlkur eigi að vera þægar og góðar en strákar eigi að vera hugdjarfir. Ég tel að afleiðingu þessa megi sjá í skólastarfi. Án þess að alhæfa þá hef ég oft séð dæmi þess að stelpur sitji stilltar og prúðar í kennslustundum án þess að gera nokkra athugasemd við kennarann á meðan drengirnir láta sífellt ljós sitt skína, því stúlkunum var kennt að vera þægar af prestinum í kirkjunni. Ég tel einnig boðskapur þessa lags (ekki endilega lagins heldur almennt) hér að ofan eigi stóran þátt í launamuni kynjanna. Hinar þægu konur eru of hræddar við að biðja um launahækkun því þá væru þær að óhlýðnast. Karlar virðast hinsvegar alls óhræddir við að biðja um launahækkun enda hugdirfska snemma stimpluð inn hjá þeim.
Þessi kynjaskipting sem okkur er kennd frá blautu barnsbeini er ekki auðvelt að forðast því fjölmargar barnabækur, söngtextar og leikföng boða slíkt. Ég vil gera foreldra ábyrga og hvet þá hér með til þess að leyfa börnum sínum að velja fyrir sig í stað þess að setja þau í ákveðin hlutverk eftir kyni.
Ásdís Egilsdóttir.
Börn eru ótrúlega snemma látin í ákveðin kven- og karlahlutverk. Ég man t.d. að þegar ég var yngri átti ég leikfangastraujárn, potta og þvottavél sem gekk fyrir rafhlöðu. Frændi minn sem var ári yngri en ég átti hinsvegar byssur, leikfangahamar, skrúfjárn og fjarstýrða bíla. Skilaboðin til mín voru: Konur þvo þvottinn og elda matinn en karlar eru hugaðir hermenn sem að gera við hluti þegar þeir bila. Þessi kynjaskipting er ekki ásköpuð heldur lærð af samfélaginu og hana ber að uppræta! Meira að segja í sunnudagaskólanum er börnum strax sagt hvernig þau eigi að vera, hérna kemur lagabrot úr söngtexta frá kirkjunni, en þar syngja strákar fyrir Daníel en stelpur fyrir Rut:
Ég vil líkjast Daníel
og ég vil líkjast Rut.
Því Rut hún er svo þæg og góð
en Daníel fylltur hetjumóð.
Ég vil líkjast Daníel
og ég vil líkjast Rut.
Hérna er börnum strax í byrjun kennt að stúlkur eigi að vera þægar og góðar en strákar eigi að vera hugdjarfir. Ég tel að afleiðingu þessa megi sjá í skólastarfi. Án þess að alhæfa þá hef ég oft séð dæmi þess að stelpur sitji stilltar og prúðar í kennslustundum án þess að gera nokkra athugasemd við kennarann á meðan drengirnir láta sífellt ljós sitt skína, því stúlkunum var kennt að vera þægar af prestinum í kirkjunni. Ég tel einnig boðskapur þessa lags (ekki endilega lagins heldur almennt) hér að ofan eigi stóran þátt í launamuni kynjanna. Hinar þægu konur eru of hræddar við að biðja um launahækkun því þá væru þær að óhlýðnast. Karlar virðast hinsvegar alls óhræddir við að biðja um launahækkun enda hugdirfska snemma stimpluð inn hjá þeim.
Þessi kynjaskipting sem okkur er kennd frá blautu barnsbeini er ekki auðvelt að forðast því fjölmargar barnabækur, söngtextar og leikföng boða slíkt. Ég vil gera foreldra ábyrga og hvet þá hér með til þess að leyfa börnum sínum að velja fyrir sig í stað þess að setja þau í ákveðin hlutverk eftir kyni.
Ásdís Egilsdóttir.
mánudagur, janúar 02, 2006
Jólin búin og árið liðið !
Á milli þess sem ég týni upp í mig jólakonfekt og ungengst vini og kunningja les ég þær bækur sem ég fékk í jólagjöf. Hef þegar lokið við Harry Potter og Krónprinsessuna, á eftir að glugga betur í Ég þori, get og vil og Eragon er ennþá í plastinu. Þar sem ég hef nýlokið við Krónprinsessuna eftir Hanne Vibeke Holst, ákvað ég að hrista slenið af þessari ágætu síðu og skrifa litla bókmennagagnrýni enda um feministiska bók að ræða.
Sagan gerist í Dannmörku og fjallar um 35 ára, tveggja barna móður sem verður umhverfisráðherra. Hún leysir það erfiða starf mjög vel af hendi, verst miskunnalausum fjölmiðlum og kollegum af alefli sem þrá ekkert heitar en að draga hana í svaðið. Jafnvel yndislegi eiginmaðurinn hennar heldur fram hjá henni sökum "vanrækslu" og hjónabandið er í molum en aldrei lætur hún finna á sér bilbug þótt allt virðist vonlaust. Pólitíkin er í sögunni sannkölluð tík þar sem persónulegir hagmunir skipta öllu og óvinir leynast alls staðar. (Vona að ástandið sé ekki svona slæmt hérna heima)
Brynja
Á milli þess sem ég týni upp í mig jólakonfekt og ungengst vini og kunningja les ég þær bækur sem ég fékk í jólagjöf. Hef þegar lokið við Harry Potter og Krónprinsessuna, á eftir að glugga betur í Ég þori, get og vil og Eragon er ennþá í plastinu. Þar sem ég hef nýlokið við Krónprinsessuna eftir Hanne Vibeke Holst, ákvað ég að hrista slenið af þessari ágætu síðu og skrifa litla bókmennagagnrýni enda um feministiska bók að ræða.
Sagan gerist í Dannmörku og fjallar um 35 ára, tveggja barna móður sem verður umhverfisráðherra. Hún leysir það erfiða starf mjög vel af hendi, verst miskunnalausum fjölmiðlum og kollegum af alefli sem þrá ekkert heitar en að draga hana í svaðið. Jafnvel yndislegi eiginmaðurinn hennar heldur fram hjá henni sökum "vanrækslu" og hjónabandið er í molum en aldrei lætur hún finna á sér bilbug þótt allt virðist vonlaust. Pólitíkin er í sögunni sannkölluð tík þar sem persónulegir hagmunir skipta öllu og óvinir leynast alls staðar. (Vona að ástandið sé ekki svona slæmt hérna heima)
Brynja
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)