föstudagur, nóvember 17, 2006

Er okkar kynsloð sofakynsloð?



Á morgun verður frumsýnd heimildarmyndin Sófakynslóðin. Myndin fjallar um aktivisma á Íslandi og mikilvægi þess að fylgja skoðunum og hugsjónum sínum eftir. Má í myndinni meðal annars sjá í spræka femínista hlaupandi um Bankastrætið með bleika fána eldsnemma að morgni.

Myndin sjálf er um 35 mínútur en á eftir verða þrjú stutt erindi og smá umræður.
Erindi halda:
Íris Ellenberger, félagi í Amnesty International
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, félagi í Femínistafélagi Íslands
Viðar Þorsteinsson, félagi í Ísland-Palestínu

Aðgangur er ókeypis og hefst sýning kl. 13 í sal 3 í Háskólabíói laugardaginn 18. nóvember.

Sófakynslóðin var styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna, Íslandsdeild Amnesty International og Ungu Fólki í Evrópu, styrkjaáætlun Evrópusambandsins. Myndina gerðu háskólanemarnir Garðar Stefánsson og Áslaug Einarsdóttir.

Engin ummæli: