mánudagur, desember 03, 2007

Hitt

Kæru félagar!

Síðasta Hitt ársins 2007 verður haldið á þriðjudagskvöldið næstkomandi 4.desember. Umræðuefni verður kristin trú og jafnrétti.

Ingibjörg María Gísladóttir, meistaranemi í guðfræði, heldur erindið "Trú og mannréttindi" og Toshiki Toma prestur innflytjenda fjallar um samræmingu þess að vera prestur og að vera virkur í mannréttindabaráttu.

Hittið hefst að venju kl. 20 og verður haldið á Bertelstofu á Thorvaldsen bar í Austurstræti.

Á Hittinu verða seld jólakort femínistafélagsins með óskum um frið og jafnrétti á komandi ári. Kortin verða seld 8 í pakka á 1500 krónur. Einnig verður haldið uppboð á handmáluðum jólakúlum eftir höfund kortanna Tinnu Kristjánsdóttur sem
prýddar eru sömu jólasveinum og eru á kortunum.

Við minnum á yfirstandandi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Dagskrána má nálgast á www.humanrights.is.

Sjáumst sem flest á Hittinu,
Ráð Femínistafélags Íslands
Femínistafélag Íslands