þriðjudagur, mars 07, 2006

Frjálshyggjupési talar um óréttlæti fóstureyðinga

Formaður ungra frjálshyggjumanna/gutta gerði fóstureyðingar nýlega að umræðuefni í grein sinni á heimasíðunni www.uf.is Greinin heitir ,,Fóstueyðingar eru óréttlætanlegar" en segir hann það rangt að eyða fóstri við allar kringumstæður þ.e. hvort sem foreldrarnir kæri sig um barnið, hvort þau séu blönk, barnið sé skaddað, eða hvort konunni hafi verið nauðgað.

,,Ungir frjálshyggjumenn eru þeirrar skoðunnar að fólk eigi sig sjálft. Fólk á sjálft að taka ákvarðanir um eigið líf og hefur sjálft ráðstöfunarrétt yfir eignum sínum. Ekki má brjóta þetta frelsi fólks, nema ef fólk brýtur á sambærilegu frelsi annarra." Þetta stendur orðrétt á heimasíðunni þeirra.

Hvers vegna predika frjálshyggjubullur frelsi, ef þeim finnst konan ekki eiga skilið stjórn á eigin líkama ? Gildir frelsið þá bara um áðkveðna einstaklinga? Að ganga með barn í 9 mánuði er mál, að sjá um barn alla ævi er líka mál, sem frjálshyggjupésinn Hlynur Jónsson (greinahöfundurinn) virðist ekki hafa hugmynd um.

Brynja

Engin ummæli: