föstudagur, janúar 27, 2006

Fræga fókinu er annt um jafnrétti
af mbl.is

Nicole Kidman útnefnd sem góðgerðarsendiherra UNIFEM
Leikkonan og Hollywood stjarnan, Nicole Kidman, var í dag útnefnd sem góðgerðasendiherra UNIFEM, og mun hún nú taka að sér það verkefni að berjast fyrir réttindum kvenna um allan heim. „Mér þykir það vera mikill heiður að UNIFEM hafi beðið mig um að þjóna sem góðgerðarsendiherra,“ sagði Kidman á blaðamannafundi sem var haldinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.
Kidman mun vinna að því að auka réttindi kvenna og að jafna stöðu kynjanna um allan heim. Hún mun leggja m.a. sérstaka áherslu á það að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum.
„Útnefning góðgerðarsendiherra er fyrir framúrskarandi einstaklinga sem eru reiðubúnir til þess að nýta sér frægð sína til jákvæðra breytinga,“ sagði Noeleen Heyzer, framkvæmdastýra UNIFEM.
Kidman segir að hún hafi ákveðið að taka þátt í starfi UNIFEM eftir að hún heyrði að störfum sjóðsins í Kambódíu.
Hún mun ferðast með Heyzer á þessu ári og hitta konur vítt og breitt um heiminn. Til greina kemur að þær ferðist til Súdan, Kongó, Líberíu, Afganistan og Kambódíu.


Brynja

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Opinn fundur fyrir nýliða!

Í kvöld verður haldinn opinn fundur hjá ungliðahópi FÍ. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Kúltúr (vestanmegin) kl. 17:30. Allir sem hafa áhuga á starfi hópsins eru velkomnir! Fundurinn verður bara létt spjall um femínisma og þau mál sem er efst á baugi í dag og standa næst ungu fólki. Ef ÞÚ hefur áhuga á að fræðast meira um hópinn eða taka þátt í starfinu mættu þá í kvöld!!! Sjáumst!

Kaffi Kúltúr, Hverfisgötu (gegnt Þjóðleikhúsinu) kl. 17:30.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Króna konunnar á Alþingi

Ég fór á fund Sólveigar Pétursdóttur rétt í þessu og afhenti henni 64 eintök af Krónu konunnar´, eitt fyrir hana og þingmenn þjóðarinnar. Hún tók þeim mjög vel, nældi í sig nælu og lofaði að afhenda þingmönnum hana. Fréttatilkynning er í vinnslu.

Brynja

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Viva Dievddut !

Í norska Samabænum Kautokeino hefur kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum stúlkum lengi verið vandamál en karlar þar í bæ velja líka oft að borga fyrir kynlíf með áfengi og sígarettum. Margar unglingsstúlkur það eiga kærasta, eldri en 30 ára gamla og gamlir karlar bíða oft í bílum sínum fyrir utan skólann til að notfæra sér stúlkurnar. Nauðgunum fer hratt fjölgandi, það hefur félagsþjónustan vitað í áraraðir en ekkert gerist þar sem sambandsleysi er milli hennar og stjórnmálamanna.

Maður nokkur fékk að lokum nóg og hringdi í í nokkra menn á svæðinu. Þeir stofnuðu karlahópnn Dievddut til að vinna gegn nauðgunum og ofbeldi gagnvart konum með því að kynna og kenna körlum og strákum heilbrigðari sýn á konur. Með þessu lofsverða átaki kom kynferðislegt ofbeldi upp á yfirborðið.

Brynja
Um karlmenn í pilsum

Rakst á litla grein í Fréttablaðinu undir nafninu "Mega karlmenn klæðast pilsum" Hérna er úrdráttur.

Pils eru í augum margra kvennaklæðnaður. Það er þó ekkert sem segir að svo eigi að vera, aðeins hefðir og menning hafa myndað þessa óskráðu reglu.
Sagan segir okkur reyndar að þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þvert á móti hefur hefur það tíðkast í fjölmörgum samfélögum sögunnar að karlmenn hafi klæðst ýmiss konar pilsum og í sumum samfélögum tíðkast það enn.
Hjá ýmsum landbúnaðarsamfélögum klæddust karlar ætíð pilsum t.d á heitum svæðum í Afríku, Ástralíu ofl. Tóra-búningur Rómverja var kjóll og rómverskir hermenn klæddust pilsum. Í nokkrum samfélögum ganga menn enn í pilsum og þykja það ansi flott og eðlilegt t.d. thobe í Arabalöndum, foustanella í Grikklandi, djelleba í N-Afríku, kaftan fyrir botni Miðjarðarhafs og kilt í Skotlandi.
Pils hafa þó ekki ratað inn í tískuheim karlmanna Vesturlanda. Hvort það tengist þröngsýni eða fari körlum ekki er ei vitað.
Sumir vilja þó taka af skarið og vert er að minnast á að hvergi í heiminum tíðkaðist það að konur gegnu æi buxum fyrr en á síðustu öld og voru konur jafnvel handteknat fyrir slíkt fyrirlítlegt athæfi.Brynja

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Aðgreining kynjanna byrjar strax

Börn eru ótrúlega snemma látin í ákveðin kven- og karlahlutverk. Ég man t.d. að þegar ég var yngri átti ég leikfangastraujárn, potta og þvottavél sem gekk fyrir rafhlöðu. Frændi minn sem var ári yngri en ég átti hinsvegar byssur, leikfangahamar, skrúfjárn og fjarstýrða bíla. Skilaboðin til mín voru: Konur þvo þvottinn og elda matinn en karlar eru hugaðir hermenn sem að gera við hluti þegar þeir bila. Þessi kynjaskipting er ekki ásköpuð heldur lærð af samfélaginu og hana ber að uppræta! Meira að segja í sunnudagaskólanum er börnum strax sagt hvernig þau eigi að vera, hérna kemur lagabrot úr söngtexta frá kirkjunni, en þar syngja strákar fyrir Daníel en stelpur fyrir Rut:

Ég vil líkjast Daníel
og ég vil líkjast Rut.
Því Rut hún er svo þæg og góð
en Daníel fylltur hetjumóð.
Ég vil líkjast Daníel
og ég vil líkjast Rut.

Hérna er börnum strax í byrjun kennt að stúlkur eigi að vera þægar og góðar en strákar eigi að vera hugdjarfir. Ég tel að afleiðingu þessa megi sjá í skólastarfi. Án þess að alhæfa þá hef ég oft séð dæmi þess að stelpur sitji stilltar og prúðar í kennslustundum án þess að gera nokkra athugasemd við kennarann á meðan drengirnir láta sífellt ljós sitt skína, því stúlkunum var kennt að vera þægar af prestinum í kirkjunni. Ég tel einnig boðskapur þessa lags (ekki endilega lagins heldur almennt) hér að ofan eigi stóran þátt í launamuni kynjanna. Hinar þægu konur eru of hræddar við að biðja um launahækkun því þá væru þær að óhlýðnast. Karlar virðast hinsvegar alls óhræddir við að biðja um launahækkun enda hugdirfska snemma stimpluð inn hjá þeim.

Þessi kynjaskipting sem okkur er kennd frá blautu barnsbeini er ekki auðvelt að forðast því fjölmargar barnabækur, söngtextar og leikföng boða slíkt. Ég vil gera foreldra ábyrga og hvet þá hér með til þess að leyfa börnum sínum að velja fyrir sig í stað þess að setja þau í ákveðin hlutverk eftir kyni.

Ásdís Egilsdóttir.

mánudagur, janúar 02, 2006

Jólin búin og árið liðið !

Á milli þess sem ég týni upp í mig jólakonfekt og ungengst vini og kunningja les ég þær bækur sem ég fékk í jólagjöf. Hef þegar lokið við Harry Potter og Krónprinsessuna, á eftir að glugga betur í Ég þori, get og vil og Eragon er ennþá í plastinu. Þar sem ég hef nýlokið við Krónprinsessuna eftir Hanne Vibeke Holst, ákvað ég að hrista slenið af þessari ágætu síðu og skrifa litla bókmennagagnrýni enda um feministiska bók að ræða.

Sagan gerist í Dannmörku og fjallar um 35 ára, tveggja barna móður sem verður umhverfisráðherra. Hún leysir það erfiða starf mjög vel af hendi, verst miskunnalausum fjölmiðlum og kollegum af alefli sem þrá ekkert heitar en að draga hana í svaðið. Jafnvel yndislegi eiginmaðurinn hennar heldur fram hjá henni sökum "vanrækslu" og hjónabandið er í molum en aldrei lætur hún finna á sér bilbug þótt allt virðist vonlaust. Pólitíkin er í sögunni sannkölluð tík þar sem persónulegir hagmunir skipta öllu og óvinir leynast alls staðar. (Vona að ástandið sé ekki svona slæmt hérna heima)

Brynja