mánudagur, nóvember 28, 2005
KARLARÁÐSTEFNA
Ráðstefna eingöngu ætluð körlum
Karlaráðstefna um jafnréttismál verður haldin í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 1. desember næstkomandi frá kl. 9-12. Ráðstefnan er eingönguætluð körlum, með þeirri undantekningu að Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mun ávarpa ráðstefnuna og sitja hana sem verndari og heiðursgestur. Karlar eru hins vegar hvattir til að sækja ráðstefnuna og er aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra boðar til karlaráðstefnunnar. Að undirbúningi hennar með ráðherra hefur komið hópur manna, sem í sitja, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri á Jafnréttisstofu, Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson, rithöfundur flytja erindi.
Egill Helgason, sjónvarpsmaður, stýrir tvennum pallborðsumræðum á karlaráðstefnunni. Á öðru pallborðinu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkunum þeir Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar, Egill Arnar Sigurþórsson, varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna, Jens Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ungra Jafnaðarmanna, Emil Hjörvar Petersen, varaformaður Ungra vinstri grænna og formaður VG í Kópavogi, og Andri Sigurðsson, í stjórn Ungra frjálslyndra. Á hinu pallborðinu sitja reynsluboltar, sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Þeir eru: séra Bragi Skúlason, Sigurður Svavarsson, bókaútgefandi og fyrrverandi formaður karlanefndar Jafnréttisráðs, Hafsteinn Karlsson, skólastjóri , Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar og Hjálmar G. Sigmarsson, fulltrúi karlahóps Femínistafélags Íslands.
Þórhallur Gunnarsson, sjónvarpsmaður, verður ráðstefnustjóri.
Dagskrá karlaráðstefnunnar er eftirfarandi:
· 9:15 - 9:20 Ráðstefnan sett: Árni Magnússon, félagsmálaráðherra
· 9:20 – 9:30 Ávarp Frú Vigdísar Finnbogadóttir
· 9:30 – 10:20 Framsöguerindi:
· Atvinnulífið græðir á jafnrétti. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
· Jafnrétti á fjármálamarkaði. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka
· Jafnrétti er allra hagur. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR
· Á hverfanda hveli. Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu.
· Láta karlar verkin tala? Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins
· Veldur menntun misrétti? Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst
· 10:20 – 10:40 Kaffihlé
· 10:40 – 11:00 Þráinn Bertelsson, rithöfundur.
· 11:00 – 11:51 Tvennar pallborðsumræður undir stjórn Egils Helgasonar, sjónvarpsmanns.
Ungir karlar úr stjórnmálaflokkunum
Reynsluboltar úr jafnréttismálum
· 11:51 - 11:59 Ráðstefnuslit – Árni Magnússon, félagsmálaráðherra
Nánari upplýsingar eru á:
http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/2140
mánudagur, nóvember 21, 2005
Myndir
Ójá! Myndasíða Ungliðahóps Femínistafélags Íslands hefur litið dagsins ljós. Myndirnar er hægt að nálgast með því að smella á linkinn MYNDIR undir Femíniskum tenglum. Nú er því loksins hægt að nálgast myndir frá hinni margumtöluðu og víðfrægu heimsókn í ráðherrabústaðinn þegar forsætisráðherra var afhend króna konunnar. Vona að ykkur líki vel.
Ásdís.
Ójá! Myndasíða Ungliðahóps Femínistafélags Íslands hefur litið dagsins ljós. Myndirnar er hægt að nálgast með því að smella á linkinn MYNDIR undir Femíniskum tenglum. Nú er því loksins hægt að nálgast myndir frá hinni margumtöluðu og víðfrægu heimsókn í ráðherrabústaðinn þegar forsætisráðherra var afhend króna konunnar. Vona að ykkur líki vel.
Ásdís.
laugardagur, nóvember 12, 2005
Nælt í háttvirtan forsætisráðherra.
Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, var afhend króna konunnar í ráðherrabústaðnum í gær. Við afhendinguna mælti Halldór nokkur orð sem ungum femínistum þótti betur ósögð en hann ákvað þó að lokum að styðja okkur í baráttunni og bera merkið í barmi sér. Fjöldi fjölmiðla var samankominn til þess að fylgjast með athöfninni og fengum við því þónokkra umfjöllun í kvöldfréttum, Íslandi í dag og dagblöðum. Allt lítur út fyrir að króna konunnar sé að slá í gegn því hún selst eins og sjóðheitar og seiðandi lummur. Fyrsta pöntun er að verða uppseld og við bíðum því eftir þeirri næstu, en von er á henni eftir helgi. Það er því hver að verða síðastur að næla sér í eintak af þessari einstöku og æðsilegu krónu en hana er hægt að nálgast í Kaffi Hljómalind og Rauðakross búðinni á Laugaveginum.
Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, var afhend króna konunnar í ráðherrabústaðnum í gær. Við afhendinguna mælti Halldór nokkur orð sem ungum femínistum þótti betur ósögð en hann ákvað þó að lokum að styðja okkur í baráttunni og bera merkið í barmi sér. Fjöldi fjölmiðla var samankominn til þess að fylgjast með athöfninni og fengum við því þónokkra umfjöllun í kvöldfréttum, Íslandi í dag og dagblöðum. Allt lítur út fyrir að króna konunnar sé að slá í gegn því hún selst eins og sjóðheitar og seiðandi lummur. Fyrsta pöntun er að verða uppseld og við bíðum því eftir þeirri næstu, en von er á henni eftir helgi. Það er því hver að verða síðastur að næla sér í eintak af þessari einstöku og æðsilegu krónu en hana er hægt að nálgast í Kaffi Hljómalind og Rauðakross búðinni á Laugaveginum.
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
KRÓNA KONUNNAR
Þetta er króna konunnar.
Í hana vantar 35%
Heildaratvinnutekjur kvenna eru 35% lægri en heildaratvinnutekjur karla á Íslandi.
Konur eiga því 35% minni pening en karlar.
Þetta er ekki jafnrétti.
VIÐ KREFJUMST ÞESS AÐ KRÓNA KVENNA VERÐI GERÐ JAFNSTÓR OG KRÓNA KARLA!
Staðreyndir:
Menntunarbilið hefur verið brúað en launabilið ekki.
Um 15% hreinn launamunur mælist á kynjunum, þ.e. konur fá 15% lægri laun fyrir sömu störf og karlar með sömu menntun og reynslu.
Hefðbundin kvennastörf eru metin til lægri launa en hefðbundin karlastörf.
Konur vinna frekar ólaunuð störf innan heimilis en karlar og taka því oftar að sér hlutastörf á hinum almenna vinnumarkaði.
VINNA KVENNA ER JAFNVERÐMÆT OG VINNA KARLA.
VIÐ ÞURFUM ÖLL AÐ TAKA AFSTÖÐU GEGN LAUNAMUNI KYNJANNA!
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Ég hef ekki verið inná lengi núna.
Langaði bara að segja nokkra hluti.
í fyrsta lagi, hvernig fannst ykkur Kvennafrídagurinn? Ég var alveg í essinu mínu, standandi þarna á sviðinu með yndislegum konum að fara með leiklestur og sjá fólk langt sem augað eygði, fékk næstum kökk í hálsinn að fá að vera partur af prógramminu þennan dag.
Svo er það okkar frábæra króna,notaði tvær í dag sem eyrnalokka, mjög smart. Seldi krökkum í stúdentaleikhúsinu einhverjar og konur í vinnunni minni vilja líka fá sem er æði. Enda er ég í láglauna "kvenna" starfi á leikskóla.
Jæja mjög stutt innlegg en klukkan er meira en 2 og ég bara get ekki haldið athyggli í meira verð að fara að sofa, femínistar þurfa líka svefn!
Nadira
Langaði bara að segja nokkra hluti.
í fyrsta lagi, hvernig fannst ykkur Kvennafrídagurinn? Ég var alveg í essinu mínu, standandi þarna á sviðinu með yndislegum konum að fara með leiklestur og sjá fólk langt sem augað eygði, fékk næstum kökk í hálsinn að fá að vera partur af prógramminu þennan dag.
Svo er það okkar frábæra króna,notaði tvær í dag sem eyrnalokka, mjög smart. Seldi krökkum í stúdentaleikhúsinu einhverjar og konur í vinnunni minni vilja líka fá sem er æði. Enda er ég í láglauna "kvenna" starfi á leikskóla.
Jæja mjög stutt innlegg en klukkan er meira en 2 og ég bara get ekki haldið athyggli í meira verð að fara að sofa, femínistar þurfa líka svefn!
Nadira
mánudagur, nóvember 07, 2005
Króna konunnar í MR !
Í hádegishlénu í dag héldum við Ásdís kynningu á Krónunni í skólanum okkar, MR. Þrátt fyrir samkeppni um athygli við Framtíðina (annað nemendafélagið) var ágæt mæting í Hátíðarsal þar sem kynningin var haldin. Eitthvað var um spurningar og umræður en af þeim loknum ruku nælurnar út eins og heitar lummur. Við höldum áfram að selja restina úr heimastofum okkar (ég í C 204 í Casa Nova og Ásdís í H-stofu í Gamla skóla)
Í kringum 20 október létum við lista ganga um alla bekki skólans þar sem nemendur (og kennarar) voru beðnir um að veita undirskrift en þessir listar voru undir áskorun til rektors þar sem hann var beðinn um að veita öllum nemendum sem ætluðu í göngu þann 24. frí eftir klukkan 14.30. Ansi myndarlegur bunki myndaðist og rektor veitti fúslega frí.
Ef Framtíðin væri ekki með svokallaða Megaviku og ef Sólbjartur væri ekki í fullum gangi mundum við halda málþing eða eitthvað. Það verður að bíða betri tíma.
Ég hvet samt sem flesta að kynna krónuna í skólunum sínum, Mennta- sem háskóla.
Brynja Halldórsdóttir
Í hádegishlénu í dag héldum við Ásdís kynningu á Krónunni í skólanum okkar, MR. Þrátt fyrir samkeppni um athygli við Framtíðina (annað nemendafélagið) var ágæt mæting í Hátíðarsal þar sem kynningin var haldin. Eitthvað var um spurningar og umræður en af þeim loknum ruku nælurnar út eins og heitar lummur. Við höldum áfram að selja restina úr heimastofum okkar (ég í C 204 í Casa Nova og Ásdís í H-stofu í Gamla skóla)
Í kringum 20 október létum við lista ganga um alla bekki skólans þar sem nemendur (og kennarar) voru beðnir um að veita undirskrift en þessir listar voru undir áskorun til rektors þar sem hann var beðinn um að veita öllum nemendum sem ætluðu í göngu þann 24. frí eftir klukkan 14.30. Ansi myndarlegur bunki myndaðist og rektor veitti fúslega frí.
Ef Framtíðin væri ekki með svokallaða Megaviku og ef Sólbjartur væri ekki í fullum gangi mundum við halda málþing eða eitthvað. Það verður að bíða betri tíma.
Ég hvet samt sem flesta að kynna krónuna í skólunum sínum, Mennta- sem háskóla.
Brynja Halldórsdóttir
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)