fimmtudagur, maí 18, 2006

Tónleikar

KONUR MEÐ NÁTTÚRU - SKEMMTIDAGSKRÁ
Hallveigastöðum
19. maí
kl: 20:00

STELPUR ROKKA - TÓNLEIKAR
Stúdentakjallaranum
19. maí
kl: 22:00

MÆTA !

þriðjudagur, maí 16, 2006

Konur eru konum bestar

Nú hefur opnað bloggsíða tileinkuð konum í tónlist.
Á síðunni segir:
Hugmyndin með þessari vefsíðu er að draga fram í dagsljósið tónlistarsköpun kvenna, ræða "tónlistarheiminn" með tilliti til kynjavíddar, mynda tengslanet tónlistarkvenna og rústa fokkin feðraveldinu (eins og alltaf)!

Fyrsti pistillinn hefur birst og þið gatið barið hann augum á þessari slóð:
www.konurerukonumbestar.blogspot.com


Steinunn

sunnudagur, maí 14, 2006

Kæru femínistar

Laugardaginn 20.maí kl 10 fer í loftið sjónvarpsþátturinn Óþekkt á NFS. Þáttastjórnendur eru Kristín Tómasdóttir og Alfífa Ketilsdóttir, en efni hans verður fræðandi, skemmtilegt og femíniskt fyrir konur og um konur á öllum aldri.
Ef þér dettur í hug skemmtilegt efni eða skemmtilega umræðu sem ætti heima í þættinum þá þætti okkur afar vænt um slíkar vísbendingar. Einnig óskum við eftir styrkjum eða fjárstuðningi, en gegn því fæst auglýsing í byrjun þáttarins. Ef þú/þið hafið tækifæri til eða vitið um einhvern sem myndi vilja styrja okkur þá er slíkt afar vel þegið. Hægt er að hafa samband við okkur á kristto@hi.is (Kristín) eða audurk@hi.is (Fífa).

Með von um jákvæð viðbrögð,

Kristín og Fífa