miðvikudagur, mars 30, 2005

Það gerist hægt en það mjakast

Það gæti meira en lítið verið að strákarnir/mennirnir séu að verða virkari í barnauppeldinu sem er mikið fagnaðarefni. Um daginn sá ég tvo unga menn, starfsmenn á leikskóla með hóp barna í eftirdragi. Einnig var ungur maður með barnið sitt í barnavöruverslun að ræða barnavagna við karlkynsstarfsmann þar.Sífellt fleiri menn taka barnaeignaleyfi og Félag ábyrgra feðra er afar virkt.
Mér hefur alltaf þótt það út í hött að segja að konur séu hæfari uppalendur en karlmenn.
Margir mótmæla kynjakvóta, mín skoðun er sú að ef tveir jafnhæfir einstaklingar af mismunandi kyni eða kynþætti sækja um sama starfið ætti að taka inn þann einstakling sem er í minnihluta á þeim vettvangi. Þ.e.a.s. í stað þess að kasta peningi eða draga spil er gott að beita þessari aðferð til að jafna út hlutföllin. Þetta gildir um karla sem konur,svarta sem hvíta, græna sem bláa.(Sjá jafnréttislög)

Brynja Halldórsdóttir

þriðjudagur, mars 22, 2005

Rektorskjör í Háskóla Íslands

Í síðustu viku var Kristín Ingólfsdóttir prófessor kosin rektor í Háskóla Íslands. Hún hafði meira fylgi bæði stúdenta og akademískra starfsmanna en mótherji sinn. Eins og alltaf þegar konur eru annars vegar var kynferði hennar mikið til umræðu. Athugasemdir eins og "það má ekki kjósa hana bara af því að hún er kona!" heyrðust víða. Þrátt fyrir að Kristín sé með sambærilega menntun og reynslu og karlarnir þrír sem buðu fram á móti henni í fyrri umferð og karlinn sem bauð fram á móti henni í seinni umferð var kynferði hennar umtalsefni. Það hafði enginn áhyggju af því að karlinn yrði valinn vegna kyns síns ...enda svo ansi vel reyndur og menntaður.

Þarna er komið við kjarna málflutnings femínista. Það að kona sé kona er umtalsefni. Rétt eins og um aðrar breytur út fyrir "normið", kynþáttur, kynhneigð o.s.frv. Það að karl er karl skiptir engu máli ...þegar verið er að tala um valdastöður.

Það verður ekki jafnrétti fyrr en kyn skiptir ekki lengur máli þegar velja á fólk í valdastöður eða aðrar stöður sem við í dag tengjum við ákveðið kyn.

Eva Bjarnadóttir

fimmtudagur, mars 17, 2005

Þann 31.mars er umsóknarfrestur fyrir skapandi sumarhópa í Hinu húsinu. Allir sem vilja vinna í sumar við e-ð listrænt, skapandi og fræðandi geta sótt um styrk.
Ég er með hugmynd að hóp sem gæti unnið í sumar. Þá er ég að tala um unga femínista sem færu með ljóð út á götu, kannski gjörninga, fræðslu um femínisma o.fl. og mig langar einnig að setja upp Píkusögur, fá leikstjóra og hafa nokkrar sýningar og einnig styrktarsýningu fyrir Stígamót eða e-ð. Við erum komnar tvær í hópinn en vantar fleiri. Því fleiri, því betra og skemmtilegra. Svo ef einhver hefur áhuga verið endilega í bandi sem fyrst svo hægt sé að sækja um styrk og látið þetta berast.
Kveðja Nadira
Hér er brandari sem mér finnst soldið skondinn, hvað finnst ykkur?

A French teacher was explaining to her class that in French, unlike English, nouns are designated as either masculine or feminine.

"House" for instance, is feminine -- "la maison." "Pencil" , however, is masculine -- "le crayon."

A student asked, "What gender is 'computer'?" Instead of giving the answer, the teacher split the class into two groups, male and female,and asked them to decide for themselves whether "computer" should be a masculine or a feminine noun.

Each group was asked to give four reasons for their recommendation.

The men's group decided that "computer" should definitely be of the feminine gender ("la computer"), because:

1. no one but their creator understands their internal logic;

2. the native language they use to communicate with other computers is incomprehensible to everyone else;

3. even the smallest mistakes are stored in long term memory for possible later retrieval; and

4. as soon as you make a commitment to one, you find yourself spending half your pay check on accessories for it.

The women's group, however, concluded that computers should be Masculine (le computer"), because:

1. in order to do anything with them, you have to turn them on;

2. they have a lot of data but still can't think for themselves;

3. they are supposed to help you solve problems, but half the time they ARE the problem; and

4. as soon as you commit to one, you realize that if you had waited a little longer, you could have gotten a better model.

The women won.

Nadira

miðvikudagur, mars 16, 2005


Feminists Unitedkitty Posted by Hello

mánudagur, mars 14, 2005

Fann gullkorn í Skinfaxa, fannst ég verða að koma því fyrir í ljósi umræðunnar í kringum sjónvarpsþáttinn The Swan:

Tilbúin fegurð

Þú getur gifst konu
sem læknar hafa breytt

Þú getur gifst konu
sem fyrir fegurð sína hefur greitt

En mundu.....
ósnert er hennar rót
börnin ykkar verða ljót
(Henrik Geir Garcia)

Mér stökk bros þegar ég sá þetta. Sjálf mundi ég aldrei gangast undir fegrunaraðgerð og tæki því mjög illa tæki einhver nákominn mér upp á slíku. Ég er stolt af útliti mínu og gleðst því óspart þegar einhver minnist á það hve lík ég er móður minni. Ég vil að andlit mitt og líkami beri þess merki. Þess vegna hafna ég fegrunaraðgerðum.Einhverjar skoðanir á þessum orðum?

Brynja Halldórsd.

þriðjudagur, mars 08, 2005

V-DAGUR
Ég vil koma því á framfæri að V-Dagurinn og alþjóðlegi baráttudagur kvenna er í dag. Eve Ensler sem skrifaði Píkusögur er komin til landsins en hún stofnaði V-Dagssamtökin. Í Íslensku Óperunni í kvöld verður mikil dagskrá sem byrjar klukkan 21. Það verður meðal annars lesið einleiki úr Píkusögum en það verða þær Ingibjörg Sólrún, Ilmur og Magga Vilhjálms sem sjá um það. Svo auðvitað tekur hin frábæra Eve Ensler til máls. Það er ókeypis inn og það er örugglega hægt að kaupa svo boli og merki til styrktar samtakanna sem starfa í yfir 35 löndum. Á sunnudagskvöldið var heimildarmynd um Eve Ensler á RÚV sem sýndi för hennar til Afríku þar sem hún stofnaði húsaskjól fyrir ungar stúlkur sem annað hvort flúðu eða var útskúfað af fjölskyldu sinni fyrir að vilja ekki láta umskera sig. V-Dagssamtökin berjast gegn ofbeldi á konum og stúlkum og er þessi dagur í dag til að vekja til umhugsunar um þessi mál. Ég mæli með að þeir sem hafa tíma í dag fari í óperuna og styrkja málefnið, en það er tilvalið að fara eftir fundinn okkar í dag.
Nadira

þriðjudagur, mars 01, 2005

The Swan
Ég ákvað um daginn að setjast niður og horfa á nýju þáttaröðina á Skjá1, The Swan. Ég meina það hvers konar rugl er þessi þáttur. Í fyrsta lagi er hann bara fyrir konur, í öðru lagi eru konurnar yfirleitt ósköp venjulegar en bara ekki sáttar við sjálfa sig, og í þriðja lagi er svo heil fegurðarsamkeppni í endanum á þáttaröðinni þar sem konurnar sem eru fallegustu svanirnir keppast um titilinn The Swan.
Þátturinn byrjaði á því að tvær konur fengu boð um að taka þátt í þessu prósessi. Þessar konur voru ósköp venjulegar. Að minnsta kosti ef þær voru svona óánægðar hefðu þær bara þurft að fara tvo mánuði í ræktina, nota góðar snyrtivörur og fá sér flotta klippingu eða e-ð. Meira að segja þá voru karlarnir þeirra .jög ánægðir með þær eins og þær voru.
Það voru teknar ,,fyrir myndir,, þar sem þær voru ófarðaðar og í svona ósköp gráum venjulegum nærfötum.
Jæja svo byrjar prósessið, Þær fara á hótel í þrjá mánuði þar sem þeim er bannað að kíkja í spegil svo allir speglar eru teknir. Svo fara þær í fitusog á rassinum, maganum, lærunum fá fyllingu í varir, nefinu er breytt svo voru meira að segja tannaðgerðir. Svo má ekki gleyma einkaþjálfara í ræktinni, ný hárgreiðsla, ný brjóst o.s.frv.
3 mánuðir líða og þá eru þær leiddar in í sal uppstrýlaðar í glæsilegum kvöldkjól, mikið málaðar og með nýja hárgreiðslu og öðruvísi líkama. Svo fá þær loksins að líta á sig í spegli.
Allir segja við "You are so beautiful" og þannig og þeim sjálfum finnst það. Auðvitað líta þær betur út en á ,,fyrir myndinni,, þar sem ekkert meik öp var notað, það getur falið allt.
Svo er gert upp á milli þessara tveggja kvenna sem segjast vera orðnar fallegar og sáttar við sjálfa sig. Ein af þeim fær að keppa um titilinn The Swan en ekki hin. Sem þýðir að konan sem fær ekki að fara í keppnina hlýtur að hugsa með "ok ég er orðin sæt, en ég er samt ekki nógu sæt eftir allt þetta prósess til að taka þátt í keppninni, svo ég hlýt að vera hræðileg" Allavega myndi ég halda að k0nur með svona lítið sjálfsmat hljóta að brotna niður við þessa tilkynningu að þær eru enn bara ekki nógu sætar (hver svo sem ákveður það).
Hvað finnst ykkur um þennan þátt?
Nadira