Kæra unga hugmyndaríka fólk,
Nú er verið að biðja okkur um að hafa skoðun af því fólkið á toppnum ætlar að hlusta. Nú getum við vonandi sloppið við eins og nokkur mótmæli og sett bara hugmyndirnar á blað því Norræna ráðherranefndin ætlar að framkvæma. Treysti á að ég sjái ykkur þarna á morgun!!!!
Félagar úr ungliðahópi Femínistafélags Íslands standa fyrir vinnustofu laugardaginn 1. apríl 2006 til að safna hugmyndum um ungt fólk og jafnrétti fyrir Norrænu ráðherranefndina. Vinnstofan verður í Hinu húsinu frá kl. 16:00-19:00.
Skipuð hefur verið samnorræn nefnd ungs fólks til að búa til svokallaða Hvítu bók sem er stefnuyfirlýsing ungs fólks á Norðurlöndum varðandi jafnrétti kynjanna. Á þennan hátt hefur ungu fólki verið gefið tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnumótun og hlustað verður á raddir þeirra. Framlag Íslands verður búið til á þessari vinnustofu og er ætlunin að þátttakendur velji sér þema til að ræða í litlum hópum. Hver og einn getur valið sér tvö þemu þar sem hver umræðuhópur stendur í um klukkustund.
Nú er tækifærið til að koma sínum skoðunum á framfæri. Norræna ráðherranefndin er að biðja um að fá að heyra það sem ungt fólk hefur fram að færa og því ekki úr vegi að verða við því.
Þemu sem verða meðal annars rædd í vinnustofunni á morgun eru: Kynbundið ofbeldi, frístundir og félagslíf, atvinna, skóli og menntun, kynlíf og kynheilbrigði, staðalímyndir, innflytjendur, kynhneigð, velferðarkerfið og stjórnmál; og klámvæðing.
Steinunn
föstudagur, mars 31, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli