þriðjudagur, mars 07, 2006


BARÁTTUGLEÐI Í TILEFNI ALÞJÓÐLEGS BARÁTTUDAGS KVENNA


Femínistafélagið Bríet efnir til baráttugleði í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna á morgun, 8. mars. Andi fyrri tíma kvenréttindakvenna mun svífa yfir með viðeigandi veggspjöldum, slagorðum og búningum á efri hæð Dubliners frá kl. 20:00. Femínistar nútímans munu tala um það sem stendur þeim nær og fjær í anda gömlu kempanna. Tónlistarkonur og dj. Suffrage leika á milli baráttuþrunginna þrumuræðna.

Barátturæður, upplestur og leik fremja...

- Kristbjörg Kristjánsdóttir, bríeta,
- Kolbrún Halldórsdóttir þingkona um kynferðisofbeldi,
- Drífa Snædal frá Kvennaathvarfinu um heimilisofbeldi,
- Edda Björgvinsdóttir leikkona um femínisma,
- Vala Pálmadóttir ungfemínista um kynjafræðina og lífið,
- Guðrún Ögmundsdóttir þingkona,
- Leikkonur úr Kvenfélaginu Garpi,
- Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins, um komandi tíma í baráttunni.

... og fleiri.

Við hvetjum alla til að mæta og fyllast baráttuanda þeirra kvenna sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Þær sem óðu eld og brennistein svo að við mættum kjósa, sitja á þingi, öðlast rétt til fóstureyðinga og fá þau tækifæri sem bjóðast konum á vinnumarkaði í dag. Þó svo miklu hafi verið áorkað er ekki hægt að fagna algjöru jafnrétti kynjanna enn í dag, því er meiningin að slá baráttuanda fyrri tíma í baráttumál nútímans.

Sameinumst í skemmtun á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, miðvikudaginn 8.mars, á efri hæð Dubliners kl. 20:00-fram á rauða…

Tilboð á barnum!

FEMÍNISTAR, SJÁUMST ÞAR!

-Steinunn-

Engin ummæli: