föstudagur, janúar 27, 2006

Fræga fókinu er annt um jafnrétti
af mbl.is

Nicole Kidman útnefnd sem góðgerðarsendiherra UNIFEM
Leikkonan og Hollywood stjarnan, Nicole Kidman, var í dag útnefnd sem góðgerðasendiherra UNIFEM, og mun hún nú taka að sér það verkefni að berjast fyrir réttindum kvenna um allan heim. „Mér þykir það vera mikill heiður að UNIFEM hafi beðið mig um að þjóna sem góðgerðarsendiherra,“ sagði Kidman á blaðamannafundi sem var haldinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.
Kidman mun vinna að því að auka réttindi kvenna og að jafna stöðu kynjanna um allan heim. Hún mun leggja m.a. sérstaka áherslu á það að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum.
„Útnefning góðgerðarsendiherra er fyrir framúrskarandi einstaklinga sem eru reiðubúnir til þess að nýta sér frægð sína til jákvæðra breytinga,“ sagði Noeleen Heyzer, framkvæmdastýra UNIFEM.
Kidman segir að hún hafi ákveðið að taka þátt í starfi UNIFEM eftir að hún heyrði að störfum sjóðsins í Kambódíu.
Hún mun ferðast með Heyzer á þessu ári og hitta konur vítt og breitt um heiminn. Til greina kemur að þær ferðist til Súdan, Kongó, Líberíu, Afganistan og Kambódíu.


Brynja

Engin ummæli: