Bretar banna ofbeldisklám?
Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram lagafrumvarp þar sem varsla ofbeldistengds kláms verður gerð refsiverð.Bretland yrði fyrst Vesturlanda sem bannaði slíkt.
Kveikjan að banninu er morð á konu sen var kyrkt af kunningja sínum.Hann viðurkenndi að sækja mjög í slíkt klámefni. Samtök sem berjast gegn klámi fögnuðu fréttunum en baráttuhópar fyrir skoðanafrelsi segja ekkert benda til þess að ofbeldisklám leiði af sér ofbeldishegðun.
Auk ofbeldiskláms yrðu dýraklámmyndir og myndir af náriðlum bannaðar.
Hvað er ofbeldisklám? Klám er í heild sinni ofbeldisfullt, sé ekki um erótík að ræða. Engu að síður finns mér frumvarp sem þetta gott framtak. -Hvað finnst ykkur?
Brynja H
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
Verðum framkvæmdastjórar KEA:
Fyrirtækið KEA auglýsir eftir framkvæmdastjóra en hún birtist í atvinnuauglýsingum Morgunblaðsins á dögunum.
Framkvæmdastjóri
Stjórn KEA svf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra.
Starfssvið
o Öll almenn framkvæmdastjórn og yfirumsjón með öllum verkefnum félagsins samkvæmt samþykktum og starfsreglum þess.
o Ábyrgð á fjárreiðum, fjárvörslu og ávöxtun fjármuna félagsins og yfirstjórn einstakra sviða.
o Vera formælandi félagsins út á við og gæta hagsmuna þess í hvívetna.
o Hafa frumkvæði að stefnumótun, þróun og skipulagi félagsins.
o Leggja upp og undirbúa verkefni stjórnar, umfjöllun og úrvinnslu.
o Framkvæmdastjóri er stjórnarformaður Hildings og Framtakssjóðsins.
Hæfniskröfur
o Háskólamenntun er æskileg.
o Áhersla er lögð á að umsækjandi hafi umtalsverðan styrkleika sem leiðtogi og sem talsmaður og formælandi félagsins. Eigi auðvelt með að leggja upp mál og greina, hafi jafnframt góða þekkingu og tengingu við fyrirtækjaumhverfið.
o Reynsla af stjórnunarstörfum og/eða haldgóð þekking á fjárfestingum í atvinnulífi er mikilvæg.
Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 27. ágúst nk. Númer starfs er 4753. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Baldur Jónsson. Netföng: thorir@hagvangur.is og baldur@hagvangur.is.
Skorað er á sem flesta að senda inn umsókn !
Brynja H
Fyrirtækið KEA auglýsir eftir framkvæmdastjóra en hún birtist í atvinnuauglýsingum Morgunblaðsins á dögunum.
Framkvæmdastjóri
Stjórn KEA svf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra.
Starfssvið
o Öll almenn framkvæmdastjórn og yfirumsjón með öllum verkefnum félagsins samkvæmt samþykktum og starfsreglum þess.
o Ábyrgð á fjárreiðum, fjárvörslu og ávöxtun fjármuna félagsins og yfirstjórn einstakra sviða.
o Vera formælandi félagsins út á við og gæta hagsmuna þess í hvívetna.
o Hafa frumkvæði að stefnumótun, þróun og skipulagi félagsins.
o Leggja upp og undirbúa verkefni stjórnar, umfjöllun og úrvinnslu.
o Framkvæmdastjóri er stjórnarformaður Hildings og Framtakssjóðsins.
Hæfniskröfur
o Háskólamenntun er æskileg.
o Áhersla er lögð á að umsækjandi hafi umtalsverðan styrkleika sem leiðtogi og sem talsmaður og formælandi félagsins. Eigi auðvelt með að leggja upp mál og greina, hafi jafnframt góða þekkingu og tengingu við fyrirtækjaumhverfið.
o Reynsla af stjórnunarstörfum og/eða haldgóð þekking á fjárfestingum í atvinnulífi er mikilvæg.
Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 27. ágúst nk. Númer starfs er 4753. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Baldur Jónsson. Netföng: thorir@hagvangur.is og baldur@hagvangur.is.
Skorað er á sem flesta að senda inn umsókn !
Brynja H
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Bravó, Árni
Sem og margir aðrir tek ég ofan fyrir Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra fyrir framgöngu hans í réttindabaráttu samkynhneigðra. Hann vill að samkynhneigð pör fái "sömu möguleika og gagnkynhneigð pör að skrá óvígða sambúð hjá Hagstofunni, rétt á að ættleiða íslensk eða erlend börn til jafns á við gagnkynhneigð hjón eða einstaklinga, lesbíur fái sama rétt til tæknifrjóvgana og gagnkynhneigðar konur og einnig að samkynhneigt fólk geti óskað eftir því að prestar eða forstöðumenn safnaða gerist vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist. Þar að auki
hyggst hann auka fræðslu í skólum um samkynhneigð til að sporna við fordómum"
Þetta eru allt sjálfsögð mannréttindi. Þess vegna vakti skoðanakönnun í Fréttablaðinu undrun mína. Spurningin var þessi: Styður þú réttindabaráttu samkynhneigðra? 56% svöruðu JÁ, 44% svöruðu NEI. 44 prósent! Hversu margir ætli hafi tekið þátt í þessari könnun ?
Einnig vekur KEA-málið viðurstyggð mína en það hefur verið þaulrætt undanfarna daga.
Brynja
Sem og margir aðrir tek ég ofan fyrir Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra fyrir framgöngu hans í réttindabaráttu samkynhneigðra. Hann vill að samkynhneigð pör fái "sömu möguleika og gagnkynhneigð pör að skrá óvígða sambúð hjá Hagstofunni, rétt á að ættleiða íslensk eða erlend börn til jafns á við gagnkynhneigð hjón eða einstaklinga, lesbíur fái sama rétt til tæknifrjóvgana og gagnkynhneigðar konur og einnig að samkynhneigt fólk geti óskað eftir því að prestar eða forstöðumenn safnaða gerist vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist. Þar að auki
hyggst hann auka fræðslu í skólum um samkynhneigð til að sporna við fordómum"
Þetta eru allt sjálfsögð mannréttindi. Þess vegna vakti skoðanakönnun í Fréttablaðinu undrun mína. Spurningin var þessi: Styður þú réttindabaráttu samkynhneigðra? 56% svöruðu JÁ, 44% svöruðu NEI. 44 prósent! Hversu margir ætli hafi tekið þátt í þessari könnun ?
Einnig vekur KEA-málið viðurstyggð mína en það hefur verið þaulrætt undanfarna daga.
Brynja
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)