sunnudagur, apríl 30, 2006

Megrunarlausi dagurinn verður haldinn í fyrsta sinn á Íslandi laugardaginn 6. maí.

Dagskrá í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (bak við Norræna húsið):

13:00 Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur fjallar um 100 ára stríðið við aukakílóin.

13:20 Guðrún Beta Mánadóttir, forstöðukona Staðalímyndahóps Femínistafélags Íslands, fjallar um áhrif megrunaráróðursins á konur og kvenfrelsi.

13:40 Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur fjallar um tengsl megrunar við átraskanir.

14:00 Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi og upphafsmaður Rope Yoga flytur fyrirlesturinn "Nærum okkur með ásetningi!".

14:20 Stutt hlé

14:30 Heimildarmyndin "Dieting: At war with our bodies"

15:10 Frekari umfjöllun, fyrirspurnir og umræður.

16:00 Dagskrárlok

Engin ummæli: