miðvikudagur, júní 07, 2006

Nemendur skoða kynímyndir á MTV
Viðamikið jafnréttisverkefni félagsfræðikennara við Menntaskólann í Kópavogi tryggði skólanum jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar í dag.

Jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar veitti í dag árlega jafnréttisviðurkenningu sína í fimmta sinn. Í þetta skiptið féll viðurkenningin Menntaskólanum í Kópavogi í skaut og veitti Margrét Friðriksdóttir skólameistari henni viðtöku.

Helsta ástæða tilnefningar MK til jafnréttisverðlaunanna er verkefni sem er í gangi í félagsfræði við skólann undir stjórn Garðars Gíslasonar, sem einnig er upphafsmaður verkefnisins.

Jafnréttisverkefnið er samvinnuverkefni skóla í sex löndum, Íslandi, Noregi, Belgíu, Spáni, Eistlandi og Armeníu. Verkefnið er styrkt af menntastofnun Evrópusambandsins. Nemendur eiga að rannsaka birtingarmyndir kynímynda í umhverfi sínu, t.d. í sögum, bíómyndum, tónlistarmyndböndum og ævintýrum. Þau reyna að túlka skilaboðin sem t.d. myndbönd á MTV senda ungu fólki. Krakkarnir eru síðan í sambandi við nemendur hinna skólanna í gegnum tölvupóst og á MSN og bera saman bækur sínar.

Þriðja og síðasta starfsár verkefnisins er gengið í garð og í vetur mun viðfangsefnið vera heimilisofbeldi.


GOTT MÁL !

Engin ummæli: