Jólin búin og árið liðið !
Á milli þess sem ég týni upp í mig jólakonfekt og ungengst vini og kunningja les ég þær bækur sem ég fékk í jólagjöf. Hef þegar lokið við Harry Potter og Krónprinsessuna, á eftir að glugga betur í Ég þori, get og vil og Eragon er ennþá í plastinu. Þar sem ég hef nýlokið við Krónprinsessuna eftir Hanne Vibeke Holst, ákvað ég að hrista slenið af þessari ágætu síðu og skrifa litla bókmennagagnrýni enda um feministiska bók að ræða.
Sagan gerist í Dannmörku og fjallar um 35 ára, tveggja barna móður sem verður umhverfisráðherra. Hún leysir það erfiða starf mjög vel af hendi, verst miskunnalausum fjölmiðlum og kollegum af alefli sem þrá ekkert heitar en að draga hana í svaðið. Jafnvel yndislegi eiginmaðurinn hennar heldur fram hjá henni sökum "vanrækslu" og hjónabandið er í molum en aldrei lætur hún finna á sér bilbug þótt allt virðist vonlaust. Pólitíkin er í sögunni sannkölluð tík þar sem persónulegir hagmunir skipta öllu og óvinir leynast alls staðar. (Vona að ástandið sé ekki svona slæmt hérna heima)
Brynja
mánudagur, janúar 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli