föstudagur, mars 31, 2006

Kæra unga hugmyndaríka fólk,

Nú er verið að biðja okkur um að hafa skoðun af því fólkið á toppnum ætlar að hlusta. Nú getum við vonandi sloppið við eins og nokkur mótmæli og sett bara hugmyndirnar á blað því Norræna ráðherranefndin ætlar að framkvæma. Treysti á að ég sjái ykkur þarna á morgun!!!!


Félagar úr ungliðahópi Femínistafélags Íslands standa fyrir vinnustofu laugardaginn 1. apríl 2006 til að safna hugmyndum um ungt fólk og jafnrétti fyrir Norrænu ráðherranefndina. Vinnstofan verður í Hinu húsinu frá kl. 16:00-19:00.

Skipuð hefur verið samnorræn nefnd ungs fólks til að búa til svokallaða Hvítu bók sem er stefnuyfirlýsing ungs fólks á Norðurlöndum varðandi jafnrétti kynjanna. Á þennan hátt hefur ungu fólki verið gefið tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnumótun og hlustað verður á raddir þeirra. Framlag Íslands verður búið til á þessari vinnustofu og er ætlunin að þátttakendur velji sér þema til að ræða í litlum hópum. Hver og einn getur valið sér tvö þemu þar sem hver umræðuhópur stendur í um klukkustund.

Nú er tækifærið til að koma sínum skoðunum á framfæri. Norræna ráðherranefndin er að biðja um að fá að heyra það sem ungt fólk hefur fram að færa og því ekki úr vegi að verða við því.

Þemu sem verða meðal annars rædd í vinnustofunni á morgun eru: Kynbundið ofbeldi, frístundir og félagslíf, atvinna, skóli og menntun, kynlíf og kynheilbrigði, staðalímyndir, innflytjendur, kynhneigð, velferðarkerfið og stjórnmál; og klámvæðing.

Steinunn

miðvikudagur, mars 29, 2006

Berar konur á herrakvöldi KR

Á herrakvöldi KR sem haldið var um miðjan mánuðinn voru konur fengnar til að berhátta sig á svokölluðu treyjuuppboði. Einn gestanna lýsir þessu á bloggsíðu. Femínistafélagið gerði athugasemdir og aðalstjórn KR þykir miður að þetta hafi átt sér stað í KR-heimilinu.


Eflaust hafa einhverjir séð þetta í fréttum RÚV. Konurnar voru semsagt látnar ganga um á nærbrókum einum klæða innan um 400 menn. Þvílík svívirða. Í stjórn KR eru engar konur, surprise, surspise.

Brynja

miðvikudagur, mars 22, 2006

Lyf og Heilsa selur karlmönnum ekki daginn-eftir pillu.

Lyf og heilsa hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna að þeir varist að selja svokallaða daginn-eftir-pillu til ungra karlmanna. Ástæðan er sú að stúlkur hafa verið beittar þrýstingi um kynmök án getnaðarvarna af því strákurinn lumi á pillunni.

Daginn-eftir-pillan, er eins og nafnið gefur til kynna tekin eftir kynmök, til þess að hindra að frjóvgað egg geti sest að í leginu. Að sögn lækna er þetta neyðarúrræði sem alls ekki sé ætlað að koma í stað getnaðarvarna.

Ýmsir segja þetta mismunun því engar reglur banni það að karlmenn kaupi lyfið.


visir.is


Hvað finnst ykkur ?

þriðjudagur, mars 07, 2006


BARÁTTUGLEÐI Í TILEFNI ALÞJÓÐLEGS BARÁTTUDAGS KVENNA


Femínistafélagið Bríet efnir til baráttugleði í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna á morgun, 8. mars. Andi fyrri tíma kvenréttindakvenna mun svífa yfir með viðeigandi veggspjöldum, slagorðum og búningum á efri hæð Dubliners frá kl. 20:00. Femínistar nútímans munu tala um það sem stendur þeim nær og fjær í anda gömlu kempanna. Tónlistarkonur og dj. Suffrage leika á milli baráttuþrunginna þrumuræðna.

Barátturæður, upplestur og leik fremja...

- Kristbjörg Kristjánsdóttir, bríeta,
- Kolbrún Halldórsdóttir þingkona um kynferðisofbeldi,
- Drífa Snædal frá Kvennaathvarfinu um heimilisofbeldi,
- Edda Björgvinsdóttir leikkona um femínisma,
- Vala Pálmadóttir ungfemínista um kynjafræðina og lífið,
- Guðrún Ögmundsdóttir þingkona,
- Leikkonur úr Kvenfélaginu Garpi,
- Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins, um komandi tíma í baráttunni.

... og fleiri.

Við hvetjum alla til að mæta og fyllast baráttuanda þeirra kvenna sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Þær sem óðu eld og brennistein svo að við mættum kjósa, sitja á þingi, öðlast rétt til fóstureyðinga og fá þau tækifæri sem bjóðast konum á vinnumarkaði í dag. Þó svo miklu hafi verið áorkað er ekki hægt að fagna algjöru jafnrétti kynjanna enn í dag, því er meiningin að slá baráttuanda fyrri tíma í baráttumál nútímans.

Sameinumst í skemmtun á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, miðvikudaginn 8.mars, á efri hæð Dubliners kl. 20:00-fram á rauða…

Tilboð á barnum!

FEMÍNISTAR, SJÁUMST ÞAR!

-Steinunn-
Frjálshyggjupési talar um óréttlæti fóstureyðinga

Formaður ungra frjálshyggjumanna/gutta gerði fóstureyðingar nýlega að umræðuefni í grein sinni á heimasíðunni www.uf.is Greinin heitir ,,Fóstueyðingar eru óréttlætanlegar" en segir hann það rangt að eyða fóstri við allar kringumstæður þ.e. hvort sem foreldrarnir kæri sig um barnið, hvort þau séu blönk, barnið sé skaddað, eða hvort konunni hafi verið nauðgað.

,,Ungir frjálshyggjumenn eru þeirrar skoðunnar að fólk eigi sig sjálft. Fólk á sjálft að taka ákvarðanir um eigið líf og hefur sjálft ráðstöfunarrétt yfir eignum sínum. Ekki má brjóta þetta frelsi fólks, nema ef fólk brýtur á sambærilegu frelsi annarra." Þetta stendur orðrétt á heimasíðunni þeirra.

Hvers vegna predika frjálshyggjubullur frelsi, ef þeim finnst konan ekki eiga skilið stjórn á eigin líkama ? Gildir frelsið þá bara um áðkveðna einstaklinga? Að ganga með barn í 9 mánuði er mál, að sjá um barn alla ævi er líka mál, sem frjálshyggjupésinn Hlynur Jónsson (greinahöfundurinn) virðist ekki hafa hugmynd um.

Brynja