Þriðjungur kvenna hefur „stanslausar áhyggjur“ af útliti sínu
Hátt í þriðjungur kvenna hefur stanslausar áhyggjur af útliti líkama síns „frá morgni til kvölds“, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem gerð var fyrir tímaritið Grazia í Bretlandi. Rúmlega 5.000 konur tóku þátt í könnuninni og í ljós kom að einungis ein af hverjum 50 var ánægð með líkamsvöxt sinn. Að meðaltali vildu konurnar léttast um átta og hálft kíló.
Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins.
Sjö af hverjum tíu þátttakendum sögðu að líf sitt myndi batna ef þær hefðu „betri“ líkamsvöxt. Allar konurnar sem tóku þátt í könnuninni, sem gerð var á vef tímaritsins, sögðust einhverntíma hafa farið í megrunarkúr, og 41% sagðist sífellt fylgjast með mataræði sínu. Annar hver þátttakandi viðurkenndi að hafa logið til um þyngd sína.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur meðalkonan í Bretlandi áhyggjur af útliti líkama síns á fimmtán mínútna fresti.
Framkvæmdastjóri bresku átröskunarsamtakanna sagði í tilefni af könnuninni að það væri ekki sjúklegt að hafa áhyggjur af útliti líkamans, en benti jafnframt á að anorexía og búlimía ættu rætur að rekja til ranghugmynda um útlit líkamans.
Árátta tengt holdafari er ekki nýtt vandamál en þetta eru samt sláandi tölur. Ég legg til að fólk haldi ALÞJÓÐLEGA MEGRNARLAUSA DAGINN hátíðlegan.(www.hugs.blogspot.com)
fimmtudagur, apríl 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Karlar líka elskurnar minar.
Skrifa ummæli