miðvikudagur, janúar 11, 2006

Viva Dievddut !

Í norska Samabænum Kautokeino hefur kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum stúlkum lengi verið vandamál en karlar þar í bæ velja líka oft að borga fyrir kynlíf með áfengi og sígarettum. Margar unglingsstúlkur það eiga kærasta, eldri en 30 ára gamla og gamlir karlar bíða oft í bílum sínum fyrir utan skólann til að notfæra sér stúlkurnar. Nauðgunum fer hratt fjölgandi, það hefur félagsþjónustan vitað í áraraðir en ekkert gerist þar sem sambandsleysi er milli hennar og stjórnmálamanna.

Maður nokkur fékk að lokum nóg og hringdi í í nokkra menn á svæðinu. Þeir stofnuðu karlahópnn Dievddut til að vinna gegn nauðgunum og ofbeldi gagnvart konum með því að kynna og kenna körlum og strákum heilbrigðari sýn á konur. Með þessu lofsverða átaki kom kynferðislegt ofbeldi upp á yfirborðið.

Brynja

Engin ummæli: