Lyf og Heilsa selur karlmönnum ekki daginn-eftir pillu.
Lyf og heilsa hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna að þeir varist að selja svokallaða daginn-eftir-pillu til ungra karlmanna. Ástæðan er sú að stúlkur hafa verið beittar þrýstingi um kynmök án getnaðarvarna af því strákurinn lumi á pillunni.
Daginn-eftir-pillan, er eins og nafnið gefur til kynna tekin eftir kynmök, til þess að hindra að frjóvgað egg geti sest að í leginu. Að sögn lækna er þetta neyðarúrræði sem alls ekki sé ætlað að koma í stað getnaðarvarna.
Ýmsir segja þetta mismunun því engar reglur banni það að karlmenn kaupi lyfið.
visir.is
Hvað finnst ykkur ?
miðvikudagur, mars 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli