þriðjudagur, apríl 12, 2005

Vel heppnað hitt!

Skemmtilegar umræður spunnust um stráka og stelpur í nemendastjórnum framhaldsskólanna á fjórða ungliðahitti vetrarins. Jakob, forseti nemendafélags MH talaði um kynjahlutfall í stjórnum MH síðastliðin ár og taldi það vera jöfn staða kynjanna í aðalstjórn en annað mætti segja um Lagningadagnefnd og því um líkt. Kristín Svava, formaður nemendafélags Kvennó talaði um reynslu sína af félagslífinu í skólanum en hún hefur tekið þátt í Morfís, Gettu betur og uppistandskeppnum ásamt því að vera formaður félagsins.


Það sem stóð upp úr í umræðum var að stelpur eru hræddari við mistök en strákar. Það vantar kvenímyndir og hvatningu í samfélaginu t.d. í pólítík og stjórnunarstöðum almennt. Það sem var einnig uppi á teningnum var að stelpur eru ekki nógu duglegar að hvetja stelpur, þær fá að heyra frá öðrum stelpum "Þú getur ekki farið í þetta, það eru bara strákar sem gera þessa hluti." Allir voru sammála um að það þyrfti að hvetja stelpur og stráka til að fara í þær nefndir sem þau vilja fara í, bara gera allt nógu áhugvert fyrir bæði kynin. Til dæmis að auglýsinganefnd getur verið góður vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á grafískri hönnun ef það er prómóterað á þann hátt.

Kvöldið var því í alla staði vel heppnað og deginum ljósara að umræðan um völd og framhaldsskóla á vel heima í Ungliðahópi FÍ. Strákar og stelpur þurfa meðvitað að brjóta niður veggi vana og hefðar og þora!

Engin ummæli: