fimmtudagur, apríl 28, 2005


Fjölmennum í 1. maí gönguna!

Á sunnudaginn er verkalýðsdagurinn og þá fer fólk í kröfugöngu. Femínistafélagið fer nú í þriðja sinn í kröfugönguna, en ég var með fyrir tveimur árum og þá var ótrúlega gaman, mikil stemmning. Allir að mæta í bleikum bolum og hugmyndin er einnig sú að mæta í rauðum sokkum til að heiðra rauðsokkurnar. En í ár eru 35 ár síðan þær tóku þátt í sinni fyrstu 1. maí göngu og með þeim var stór stytta af Lýsiströtu sem var með borða um sig miðja þar sem stóð: Manneskja ekki markaðsvara. Þetta slagorð á enn vel við í dag í heimi klámvæðingar og mansals, því miður. Allir að mæta með kröfuspjöld! Látið heyra hvað þið viljið! Eða bara mæta með ykkur sjálf og baráttuandann!

Áfram femínistar!
Steinunn

Ps. Set inn nánari upplýsingar um stað og tíma þegar ég hef komist að því.

Engin ummæli: