þriðjudagur, apríl 19, 2005

Kvennaframboð?

Hér fer stutt óútpæld pæling sem kviknaði í próflestri

Ég var að hugsa um kvennaframboð. Það eru alltaf hugmyndir á kreiki um nýtt kvennaframboð líkt og Kvennalistinn forðum daga og nýja feminíska framboðið í Svíþjóð. Konur spyrja sig hvort það sé virkilega eina leiðin til þess að koma konum að í stjórnmálaflokki og hinu háa Alþingi.

Ég veit ekki svarið en pælingin er þessi:
Ef ég ætlaði að stofna kvennaframboð með kyn- og skoðanasystrum mínum í Femínistafélaginu finndist mér ótækt að skilja strákana eftir út undan. Það er kannski ekki í anda rauðsokkanna en það er tvímælalaust andi FÍ. Strákarnir eru með. Þeir standa ekki verr hvað varðar hugsjón í verki og væru sumir úrvals feminískir þingmenn.

Þá fór ég að hugsa, er það það sem skiptir máli eða er það kynferðið?

Við vitum núna að það er vitagagnslaust fyrir jafnréttisbaráttuna að hafa konur í háum embættum ef þær spila svo bara sama leik og aðrir. Þá er betra að hafa karl með jafnréttishugsjón. Er þá langbest að hafa fullt af jafnréttissinnuðum konum?
Kona á Alþingi með jafnréttishugsjón er fyrirmynd fyrir aðrar konur, en það gerir jafnréttissinnaður karl líka fyrir karla. Og öfugt og í kross.

Ég kemst ekki að niðurstöðu en ég er mjög hrifin af þeirri hugmynda að strákarnir og karlarnir séu með. Hvort það sé best, veit ég ekki.

Eva Bjarnadóttir

Engin ummæli: