Var að lesa Fréttablaðið rétt í þessu. Rakst þar á þessa frétt: (skrifa hana orðrétt upp)
Einokun áfram á klámblöðum
"Ritfanga- og skrifstofuverslunin Office 1 hóf í vikunni sjálfstæðan innflutning á erlendum tímaritum í samkeppni við Pennann-blaðadreifingu og býður þekkt tímarit á lægra verði en áður hefur þekkst á Íslandi. Sem dæmi má nefna að Cosmopolitan UK mun kosta 495 krónur hjá Office1 en kostar annars staðar yfir 1000 krónur.
Penninn-blaðadreifing hefur setið einn að tímaritamarkaðnum en Fjölvar Darri Rafnsson, framkvæmdastjóri hjá Office 1, segir verðlækkunina hafa vakið mikla athygli og það sé á köflum örtröð í verslununum þar sem fólk kaupi heilu blaðabunkana. Þeðal titla sem þegar fást á lágu verði eru GQ, Esquire, Now,Vogue, OK og Empire.
Klámblöðin sem verma efstu hillur bókaverslana eru ekki þarna á meðal. "Við eru ekki farnir að kaupa inn klámblöð og selja á lækkuðu verði" segir Darri sem útilokar þó ekki að karlablöðin Hustler, Cheri og fleiri verði einhvern tíma í blaðarekkum Office 1 á niðursettu verði.
Hann telur víst að eftirspurnin eftir klámblöðum sé umtalsverð. "Ég hef fengið mikið af fyrirspurnum um þetta og það hefur mikið verið hringt og spurt hvort við komum til með að selja klámblöð á lægra verði. Þetta eru allt karlmenn sem hafa hringt og áhuginn er greinilega umtalsverður . Við höfum ekki ákveðið neitt í þessum efnum og klámblöðin eru ekki á leiðinni inn hjá okkur en ég hefekki lokað á neitt. Ég get vel hugsað mér að taka klámblöðin inn en það strandar á svolítið á innkaupastjóranum mínum sem er kona vill alls ekki kaupa þessi blöð"
Já, hví ekki að selja mannslíkamann enn ódýrar? Þetta segir okkur að einungis áhugasamir hafa haft samband við Office1. Ég hvet til aðgerða til að sporna við mögulegri sölu Office 1 á klámblöðum.
Brynja Halldórsd.(og Hildard.)
laugardagur, apríl 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli