þriðjudagur, mars 08, 2005

V-DAGUR
Ég vil koma því á framfæri að V-Dagurinn og alþjóðlegi baráttudagur kvenna er í dag. Eve Ensler sem skrifaði Píkusögur er komin til landsins en hún stofnaði V-Dagssamtökin. Í Íslensku Óperunni í kvöld verður mikil dagskrá sem byrjar klukkan 21. Það verður meðal annars lesið einleiki úr Píkusögum en það verða þær Ingibjörg Sólrún, Ilmur og Magga Vilhjálms sem sjá um það. Svo auðvitað tekur hin frábæra Eve Ensler til máls. Það er ókeypis inn og það er örugglega hægt að kaupa svo boli og merki til styrktar samtakanna sem starfa í yfir 35 löndum. Á sunnudagskvöldið var heimildarmynd um Eve Ensler á RÚV sem sýndi för hennar til Afríku þar sem hún stofnaði húsaskjól fyrir ungar stúlkur sem annað hvort flúðu eða var útskúfað af fjölskyldu sinni fyrir að vilja ekki láta umskera sig. V-Dagssamtökin berjast gegn ofbeldi á konum og stúlkum og er þessi dagur í dag til að vekja til umhugsunar um þessi mál. Ég mæli með að þeir sem hafa tíma í dag fari í óperuna og styrkja málefnið, en það er tilvalið að fara eftir fundinn okkar í dag.
Nadira

Engin ummæli: