Það gerist hægt en það mjakast
Það gæti meira en lítið verið að strákarnir/mennirnir séu að verða virkari í barnauppeldinu sem er mikið fagnaðarefni. Um daginn sá ég tvo unga menn, starfsmenn á leikskóla með hóp barna í eftirdragi. Einnig var ungur maður með barnið sitt í barnavöruverslun að ræða barnavagna við karlkynsstarfsmann þar.Sífellt fleiri menn taka barnaeignaleyfi og Félag ábyrgra feðra er afar virkt.
Mér hefur alltaf þótt það út í hött að segja að konur séu hæfari uppalendur en karlmenn.
Margir mótmæla kynjakvóta, mín skoðun er sú að ef tveir jafnhæfir einstaklingar af mismunandi kyni eða kynþætti sækja um sama starfið ætti að taka inn þann einstakling sem er í minnihluta á þeim vettvangi. Þ.e.a.s. í stað þess að kasta peningi eða draga spil er gott að beita þessari aðferð til að jafna út hlutföllin. Þetta gildir um karla sem konur,svarta sem hvíta, græna sem bláa.(Sjá jafnréttislög)
Brynja Halldórsdóttir
miðvikudagur, mars 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli