The Swan
Ég ákvað um daginn að setjast niður og horfa á nýju þáttaröðina á Skjá1, The Swan. Ég meina það hvers konar rugl er þessi þáttur. Í fyrsta lagi er hann bara fyrir konur, í öðru lagi eru konurnar yfirleitt ósköp venjulegar en bara ekki sáttar við sjálfa sig, og í þriðja lagi er svo heil fegurðarsamkeppni í endanum á þáttaröðinni þar sem konurnar sem eru fallegustu svanirnir keppast um titilinn The Swan.
Þátturinn byrjaði á því að tvær konur fengu boð um að taka þátt í þessu prósessi. Þessar konur voru ósköp venjulegar. Að minnsta kosti ef þær voru svona óánægðar hefðu þær bara þurft að fara tvo mánuði í ræktina, nota góðar snyrtivörur og fá sér flotta klippingu eða e-ð. Meira að segja þá voru karlarnir þeirra .jög ánægðir með þær eins og þær voru.
Það voru teknar ,,fyrir myndir,, þar sem þær voru ófarðaðar og í svona ósköp gráum venjulegum nærfötum.
Jæja svo byrjar prósessið, Þær fara á hótel í þrjá mánuði þar sem þeim er bannað að kíkja í spegil svo allir speglar eru teknir. Svo fara þær í fitusog á rassinum, maganum, lærunum fá fyllingu í varir, nefinu er breytt svo voru meira að segja tannaðgerðir. Svo má ekki gleyma einkaþjálfara í ræktinni, ný hárgreiðsla, ný brjóst o.s.frv.
3 mánuðir líða og þá eru þær leiddar in í sal uppstrýlaðar í glæsilegum kvöldkjól, mikið málaðar og með nýja hárgreiðslu og öðruvísi líkama. Svo fá þær loksins að líta á sig í spegli.
Allir segja við "You are so beautiful" og þannig og þeim sjálfum finnst það. Auðvitað líta þær betur út en á ,,fyrir myndinni,, þar sem ekkert meik öp var notað, það getur falið allt.
Svo er gert upp á milli þessara tveggja kvenna sem segjast vera orðnar fallegar og sáttar við sjálfa sig. Ein af þeim fær að keppa um titilinn The Swan en ekki hin. Sem þýðir að konan sem fær ekki að fara í keppnina hlýtur að hugsa með "ok ég er orðin sæt, en ég er samt ekki nógu sæt eftir allt þetta prósess til að taka þátt í keppninni, svo ég hlýt að vera hræðileg" Allavega myndi ég halda að k0nur með svona lítið sjálfsmat hljóta að brotna niður við þessa tilkynningu að þær eru enn bara ekki nógu sætar (hver svo sem ákveður það).
Hvað finnst ykkur um þennan þátt?
Nadira
Engin ummæli:
Skrifa ummæli