þriðjudagur, mars 22, 2005

Rektorskjör í Háskóla Íslands

Í síðustu viku var Kristín Ingólfsdóttir prófessor kosin rektor í Háskóla Íslands. Hún hafði meira fylgi bæði stúdenta og akademískra starfsmanna en mótherji sinn. Eins og alltaf þegar konur eru annars vegar var kynferði hennar mikið til umræðu. Athugasemdir eins og "það má ekki kjósa hana bara af því að hún er kona!" heyrðust víða. Þrátt fyrir að Kristín sé með sambærilega menntun og reynslu og karlarnir þrír sem buðu fram á móti henni í fyrri umferð og karlinn sem bauð fram á móti henni í seinni umferð var kynferði hennar umtalsefni. Það hafði enginn áhyggju af því að karlinn yrði valinn vegna kyns síns ...enda svo ansi vel reyndur og menntaður.

Þarna er komið við kjarna málflutnings femínista. Það að kona sé kona er umtalsefni. Rétt eins og um aðrar breytur út fyrir "normið", kynþáttur, kynhneigð o.s.frv. Það að karl er karl skiptir engu máli ...þegar verið er að tala um valdastöður.

Það verður ekki jafnrétti fyrr en kyn skiptir ekki lengur máli þegar velja á fólk í valdastöður eða aðrar stöður sem við í dag tengjum við ákveðið kyn.

Eva Bjarnadóttir

Engin ummæli: