Fann gullkorn í Skinfaxa, fannst ég verða að koma því fyrir í ljósi umræðunnar í kringum sjónvarpsþáttinn The Swan:
Tilbúin fegurð
Þú getur gifst konu
sem læknar hafa breytt
Þú getur gifst konu
sem fyrir fegurð sína hefur greitt
En mundu.....
ósnert er hennar rót
börnin ykkar verða ljót
(Henrik Geir Garcia)
Mér stökk bros þegar ég sá þetta. Sjálf mundi ég aldrei gangast undir fegrunaraðgerð og tæki því mjög illa tæki einhver nákominn mér upp á slíku. Ég er stolt af útliti mínu og gleðst því óspart þegar einhver minnist á það hve lík ég er móður minni. Ég vil að andlit mitt og líkami beri þess merki. Þess vegna hafna ég fegrunaraðgerðum.Einhverjar skoðanir á þessum orðum?
Brynja Halldórsd.
mánudagur, mars 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli