fimmtudagur, mars 17, 2005

Þann 31.mars er umsóknarfrestur fyrir skapandi sumarhópa í Hinu húsinu. Allir sem vilja vinna í sumar við e-ð listrænt, skapandi og fræðandi geta sótt um styrk.
Ég er með hugmynd að hóp sem gæti unnið í sumar. Þá er ég að tala um unga femínista sem færu með ljóð út á götu, kannski gjörninga, fræðslu um femínisma o.fl. og mig langar einnig að setja upp Píkusögur, fá leikstjóra og hafa nokkrar sýningar og einnig styrktarsýningu fyrir Stígamót eða e-ð. Við erum komnar tvær í hópinn en vantar fleiri. Því fleiri, því betra og skemmtilegra. Svo ef einhver hefur áhuga verið endilega í bandi sem fyrst svo hægt sé að sækja um styrk og látið þetta berast.
Kveðja Nadira

Engin ummæli: