föstudagur, október 21, 2005

KYNLEGT ÆVINTÝRI!

Þessi saga var sett í kommentakerfi á bloggsíðu hjá vinkvennahópnum mínum af honum Alla. Hún er bara svo fyndin að ég verð að deila henni með ykkur :o)

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir

Einu sinni var ...

Endur fyrir löngu, í landi langt langt í burtu, rakst falleg, sjálfstæð og sjálfsörugg prinsessa á frosk þar sem hún sat og velti vöngum yfir vistfræðilegum álitamálum við bakka ómengaðrar tjarnar á fagurgrænu engi nálægt kastalanum sínum. Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: Fagra frú, ég var eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög. Ef þú smellir á mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég raunverulega er. Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili í kastalanum þínum. Þú getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið börnin mín og fundið til þakklætis og hamingju um alla eilífð.

Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum – léttsteiktum froskalöppum og hló lágt með sjálfri sér: Ég held nú fokking síður!

Engin ummæli: