mánudagur, október 24, 2005


KRÓNA KONUNNAR

Þetta er króna konunnar.
Í hana vantar 35%
Heildaratvinnutekjur kvenna eru 35% lægri en heildaratvinnutekjur karla á Íslandi.
Konur eiga því 35% minni pening en karlar.

Þetta er ekki jafnrétti.

VIÐ KREFJUMST ÞESS AÐ KRÓNA KVENNA VERÐI GERÐ JAFNSTÓR OG KRÓNA KARLA!

Staðreyndir:
Menntunarbilið hefur verið brúað en launabilið ekki.
Um 15% hreinn launamunur mælist á kynjunum, þ.e. konur fá 15% lægri laun fyrir sömu störf og karlar með sömu menntun og reynslu.
Hefðbundin kvennastörf eru metin til lægri launa en hefðbundin karlastörf.
Konur vinna frekar ólaunuð störf innan heimilis en karlar og taka því oftar að sér hlutastörf á hinum almenna vinnumarkaði.

VINNA KVENNA ER JAFNVERÐMÆT OG VINNA KARLA.
VIÐ ÞURFUM ÖLL AÐ TAKA AFSTÖÐU GEGN LAUNAMUNI KYNJANNA!

Engin ummæli: