miðvikudagur, september 14, 2005

Viðskiptafræði rokkar!

Ég lá sveitt yfir viðskiptafræðibókinni minni í gær, Principles of Economics by Mankiw, því próf úr nokkrum köflum bókarinnar var í dag. Hann Mankiw á sko hrós skilið því jafnréttissinnaðri kennslubók hef ég aldrei lesið! Undarlegt en satt þá hreinlega brá mér fyrst þegar ég sá eftirfarandi málsgrein:

If the farmer devotes all his time to potatoes, he grows 32 ounces of potatoes. Conversely, if the rancher devotes all her time to potatoes, she grows 48 ounces.

Hérna er gengið út frá því að "the rancher" sé kona ólíkt þeirri venju að flokka mörg slík starfsheiti sem karlkyns, sbr. "Læknirinn fór á KFC. Hann keypti sér kjúklingaborgara." En Mankiw heldur áfram í bókinni og hikar ekki við að tala um "physicians" og "landlords" sem konur. Þessa jafnréttishugsun skortir flestar kennslubækur og því fær Mankiw gott og veglegt prik í hattinn frá mér. Ég get ekki beðið eftir því að láta Mankiw koma mér skemmtilega aftur á óvart og ætla því að sökkva mér aftur í lestur.

Lifi jafnréttissinnuð viðskiptafræði og GO Mankiw.

Ásdís Egilsdóttir

Engin ummæli: