fimmtudagur, september 08, 2005

Ertu draumakona hvers manns?

1.Manninn þinn langar til þess að njóta ásta og þú ert að drepast úr höfuðverk. Þú:
a)Tekur verkjapillu og lætur þig hafa það
b)Segir nei
c)Kyssir hann og knúsar og færð hann til að fresa því til morguns

2.Maðurinn þinn á í erfiðleikum í vinnunni og stoltið er verulega sært.Þú:
a)lítur á það sem hans vandamál og neitr að ræða málið
b)Gefur honum góð ráð
c)gerir allt sem þú getur til að styrkja særða egóið hans

3.Þú finnur "karlablöd" undir rúminu ykkar.Þú:
a)Öskrar á hann og krefst útskýringa
b)Skilur þau eftir þar sem þau voru
c)Dregur þau fram þegar vel liggur á ykkur og leggur til að þið skoðið þau saman til þess að krydda kynlífið

4.Þú áttir eriðan dag. Hvað gerirðu þegar maðurinn kemur heim?
a)Byrjará því að vorkenna þér um leið og hann kemur inn
b)Lætur ekki ergelsið bitna á honum
c)Biður hann um að setjast niður og ræða málin

5.Þið eruð ósammála um eitthvað málefni í marga daga.Þú færð sönnun fyrir því að þú hefur rétt fyrir þér. Þú:
a)Lætur málið falla niður
b)Veltir honum upp úr sannleikanum
c)Stillir þig um að hoppa af gleðiþergar þú serð svipinn á honum

6.Tengdamamma var vön að elda þungan og óhollan mat handa drengjunum sínum.Þú:
a)Viðheldur venjunni á kostnað heilsunnar
b)Minnkar skammtana og laumar einhverju hollu í matinn án þess að hann uppgötvi það.
c)Breytir matarræðinu fullkomlega og bannar honum að borða óhollan mat.

7.Maðurinn þinn er haldinn ósiðum.Þú:
a)Ert alltaf að skamma hann
b)Kvartar aldrei
c)Stríðir honum með ósiðunum

8.Þú heldur honum heljarinnar afmælisveislu og býður öllum vinum hans.Þeir verða dauðadrukknir og allt fer úr böndunum.Þú:
a)Yfirgefur samkvæmið.Boys will be boys
b)Hellir upp á kaffi
c)Kveikir á enska boltanum í sjónvarpinu

9.Maðurinn þinn er áhyggjfullur en neitar að tjá sig um malið´.Þú:
a)lætur hann í friði
b)Færð hann til að tala
c)Nöldrar íhonum þar tl allt sem í háa loft


Þetta var vikulegt persónuleikapróf úr Vikunni. Því undirgefnari sem kona er, því hærri stig fær hún og telst því "draumakona hvers manns" Ég hlaut 70 stig, og þar af leiðandi niðurstöðu. Mín niðurstaða segir í stuttu máli að ég sé langt frá því að vera draumadís og að "ég sé of ógnandi" Hefði ég fengið minna en 40 stig ætt ég að "slaka á og hætta gagnrýni", hefði ég fengið 125-155 stig ætti ég að "sýna meiri sveigjanleika" og ég hefði fengið 160-180 stig hefði kærasti minn "dottið í lukkupottinn!"

Ég hringdi í Vikuna í dag og bað um samband við ritstýru sem er víst í fríi. Lagð ég því fram formlega kvörtun en fékk í leiðinni svarið að þetta "hefði bara verið grín" "Grín" eður ei, þá bitnar það á konum sem stúlkum sem trúa því margar hverjar að undirgefni sé sjálfsagður og jákvæður eiginleiki í fari hverrar konu.

Einnig þykir mér þetta lítilsvirðing við karlmenn. Hví ættu sannir karlmenn að vilja persónulausa Barbíedúkku sem reynist þeim sem gólftuska?

Brynja H

Engin ummæli: