Þóra fékk ryksugu
Þóra B. Helgadóttir, markvörður A landsliðs kvenna í knattspyrnu, var valin maður leiksins í viðureign Svíþjóðar og Íslands í undankeppni HM 2007 síðastliðinn sunnudag, en liðin mættust í Karlskoga í Svíþjóð. Í viðurkenningarskyni fékk Þóra afhenta forláta ryksugu að gjöf frá aðstandendum leiksins.
Þóra er afrekskona, í líkamlega góðu formi og dugleg þar að auki. -Er hún svo ógnandi að aðstendendum keppninnar finnist þeir knúnir til að halda henni "kvenlegri"? Hvaða skilaboð er verið að senda stúlkum sem vilja brjótast út úr glerbúrinu, verða sterkbyggðar og líkamlegir jafningjar drengja? Eiga þær frekar að svelta sig til hlýðni, fara í pils og ryksuga? Ég efast um að kærkomnu "Strákar okkar" í boltanum fái bjórkút eða bor í verðlaun þegar þeir vinna til verðlauna
Brynja H
þriðjudagur, september 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli