Í kveld verður lokahnykkur Femínistavikunnar, ball á Kaffi Viktor klukkan 22:00. Fjölmennum öll í femmastuði.
Mótmælin í gær á Arnarhóli þar sem misréttið var grafið gengu vel og var vel mætt. Í dag var Staðalímyndahópur með aðgerð í bókabúðum og bensínstöðvum þar sem límmiðar með áletruninni "Hefur þú frelsi til að hafna?" voru límdir á blaðið b&b. Það tókst vel upp en fékk þó ekki mikil viðbrögð búðarfólks.
Á morgun verður stofnaður leshringur um femíniskar bókmenntir á málþingi um Coline Serreau í anddyri Borgarleikhússins kl. 16:00 - 18:00.
Sjáumst í kvöld!
föstudagur, október 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli