sunnudagur, október 10, 2004

Nýtt fólk, nýr kraftur

Nýr Ungliðahópur FÍ var stofnaður á dögunum og hefur hann verið virkur um nokkurra vikna skeið. Takmark hópsins er að vinna að verkefnum sem tengjast ungu fólki og jafnrétti kynjanna. Fyrsta verkefni hópsins verður í Femínistavikunni, síðustu helgina í október. Þá mun hópurinn halda fund og skemmtun í nýju húsnæði Hins Hússins í Austurstræti. Yfirskrift fundarins verður "Hvað er femínismi" og munu Katrín Anna, talskona FÍ og Gísli Hrafn, ráðskona Karlahópsins fara í gegnum söguna og áhrif femínisma á hana. Á eftir verður boðið upp á umræður og að þeim loknum munu tónlist og stemmning taka við.

Engin ummæli: