Hér birtist grein sem hefst á þessari orðaræðu:
Meðlimir Femínistafélagsins gengu berserksgang í Hagkaupum um daginn og unnu skemmdarverk á vörum sem þar voru til sölu. Þeir mættu, vopnaðir límmiðum með slagorðinu “hefur þú frelsi til að hafna”, völsuðu að tímaritastandinum og skelltu límmiða framan á öll eintök tímaritsins B&B sem þar voru.
Þetta er svolítið hressandi frásögn, skemmtileg hvernig höfundur líkir okkur við.. já berserki og svona bardagamenn eins og Gísla Súrs og Grettir. Þetta eru athyglisverðar líkingar.
Femínistar alveg kolkexklikk að ganga berserksgang og valsa um allt og skella vopnum sínum á vörur í .....hvað?
...Eigum við að halda orðaleiknum áfram?
Ok... skella vopnum sínum á vörur í blásaklausri búð og svo fóru femínistanir með sko þvílíku valsi að alveg þrusudúndra þessum öfluguvopnalímmiðum alveg eins og úr vélbyssu væri skotið.
Ég get ekki að þessu gert, frásögn pistlahöfundarins er svo öfgafull og fordómafull frá upphafi að maður kemst bara í ham.
Sé fyrir mér t.d. Kristínu Tómasar með límmiðana á svona belti um sig miðja sem hún tengir við svona merkingabyssu og er alveg í "berserkjaham" að skella límmiðum framan á öll eintök B&B.
Eva stendur fyrir aftan hana og hjálpar Kristínu að mata merkjabyssuna svo valsa þær um allt og... já lesið bara greinina, því að það var eitthvað meira þarna sem var svona í þessum stíl...já einmitt það var þetta:
"... var foringi þeirra; ráðskona staðalímyndahóps Femínistafélagsins ófeimin við að lýsa ábyrgð á verknaðinum á hendur sér fyrir framan myndavélarnar."
Berserkurinn hefur ofan á allt ekki einu sinni skilning á því að koma sér í skjól eftir glæpinn. Þetta eru svona Berserkir sem að reyna ekki einu sinni að forða sér af vettvangi, svona eins og bankaræningi sem ákveður að fá sér "smá kaffi og með'ví" hjá gjaldkeranum á kassa 3, eftir ránið sjálft.
Átti ráðskona staðalímyndahópsins kannski að vera "feimin" við að viðurkenna þessa framkvæmd? Það passar nú ekki inn í notkun minna úr íslendingasögunum hjá pistlahöfundi, því aðalberserkinir stóðu á sínu fram í rauðan dauðan.
Af hverju ætti hún að hafa verið feimin við það?
Var einhver að búast við því að höfundur slíkrar greinar geti litið á þessa atburði fordómalausum augum? Það er ekki spurt um tilgang okkar, það er ekki reynt að kafa eftir sjónarhorni okkar á þennan atburð, það sem stendur á límmiðanum kemst ekki til skila.
Hjá svona fólki er hver einasta tjáning okkar dauðadæmd.
Jæja, enn og aftur eru Frjálshyggjumenn búin að komast að því hvað hrjáir konur.
Þeim finnst líklegra að konur reyni að falla að staðalímyndum vegna lélegrar sjáfsmyndar, en að léleg sjálfsmynd kvenna sá staðalímyndum að kenna (sjá grein).
S.s. þetta er meðfætt, tveir x litlingar stuðla að lélegri sjálfsmynd..eða eitthvað þannig..eitthvað svona lífræðilegt allavega, því að samfélagið, það er sko ekkert að því.
Og þrátt fyrir það að kannarnir og rannsóknir ýmsar hafa bent á annað þá finnst þeim þetta samt vera "líklegt" (lesist: Við neitum að horfa á rannsóknir fræðimanna og höldum í það sem okkur þykir vera þægilegasta útskýringin... hún er líkleg... samt ekki sönn..en kannski?!?!)
Og greinin heldur áfram:
"Einhverra hluta vegna finnst þeim aldrei nóg að vera bara þær sjálfar og það getur liðið langt fram á fullorðinsárin þangað til þær sættast við sjálfar sig. (Innskot: Einhverra hluta vegna, hver er ástæðan?) Það er þó mín tilfinning að þetta sé að breytast. Jafnrétti kynjanna gagnvart lögum hefur náðst og það skiptir öllu máli. ( Innskot: Skiptir máli að hafa þetta á blaði þó svo það sé ekki farið eftir því, hvað viðkemur hugarfari telur pistlahöfunrinn ekki að það þurfi að breytast). Tækifærin eru til staðar. Konur eru smám saman að gera sér grein fyrir þessu og á sama tíma styrkist sjálfsmynd þeirra. Það eina sem við þurfum að sigrast á núna er eigið óöryggi (og af hverju eru konur öruggar? Þessari spurningu er aldrei svarað!)."
Reyndar er seinni hluti greinarinnar aðeins skárri:
Ég er ekki sátt (Innskot: við jákvæða mismunun). Ég hef of mikla trú á okkur kynsystrum mínum til þess að halda að við þurfum hjálp við að ná markmiðum okkar. Það geta heldur ekki verið góð skilaboð til ungra kvenna að hæfileikar þeirra og gáfur dugi ekki til. Þær séu súkkulaði og fái bara að vera memm ef mamma skipar hinum að leyfa þeim það. Við erum fullfærar um að taka ákvarðanir fyrir okkur sjálfar og viljum gjarnan að þær séu virtar. Jafnvel þótt við ákveðum að verða heimavinnandi húsmæður eða stripparar. Ég er til dæmis viss um að stelpan framan á B&B er mjög stolt af því að vera þar. Með því að gefa í skyn að það sé rangt og slæmt fyrir hana er verið að segja að hún sé ekki nógu skynsöm til þess að meta það sjálf. Er það ekki niðurlæging við hana?
Pistlahöfundurinn gengur s.s. út frá því að fullkomið jafnrétti ríki í samfélaginu, í orði og á borði og fullkomið hugarfarslegt jafnrétti ríkji einnig. Jákvæð mismunum komi síðan ofan á þennan fullkomnleika, og því sé ekki þörf á henni.
Og af hverju ætli stúlkan sé stolt af því að vera framan á B&B? Það kemur heldur ekki fram.
Er það ekki af því að hún er stolt yfir því að fylla vel út í þær staðalímyndir sem er haldið að konum?
En bíðum nú hæg, pistlahöfundurinn var að halda því fram að svo væri ekki, af hverju ætti stúlkan þá að vera stolt? Hver er hennar sigur? Og af hverju er hún þá þarna?
Og svona að lokum: Hér gefur að líta stjórn Frjálshyggjufélagsins.
Verðlaun fyrir þann sem finnur kvenmann! Þarna leynist (já þarna ofarlega og svo næstum því neðst...) tveir kvenmenn (2 af 18). Hvar eru konurnar? Já einmitt, þær eru svo óöruggar, þess vegna eru þær ekki þarna.
Í Femínistafélaginu eru hinsvegar fullt af konum sem þekkja ekki óöryggi (berserkir?)
Ég trúi því að fólkið í Frjálshyggjufélaginu vilji bara gefa konum tíma til að komast yfir eigið óöryggi (sem enginn af þeim veit af hverju stafar).
Þau verða þá að bíða...því hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér.
Bryndís Björgvinsd.
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli