Króna konunnar í MR !
Í hádegishlénu í dag héldum við Ásdís kynningu á Krónunni í skólanum okkar, MR. Þrátt fyrir samkeppni um athygli við Framtíðina (annað nemendafélagið) var ágæt mæting í Hátíðarsal þar sem kynningin var haldin. Eitthvað var um spurningar og umræður en af þeim loknum ruku nælurnar út eins og heitar lummur. Við höldum áfram að selja restina úr heimastofum okkar (ég í C 204 í Casa Nova og Ásdís í H-stofu í Gamla skóla)
Í kringum 20 október létum við lista ganga um alla bekki skólans þar sem nemendur (og kennarar) voru beðnir um að veita undirskrift en þessir listar voru undir áskorun til rektors þar sem hann var beðinn um að veita öllum nemendum sem ætluðu í göngu þann 24. frí eftir klukkan 14.30. Ansi myndarlegur bunki myndaðist og rektor veitti fúslega frí.
Ef Framtíðin væri ekki með svokallaða Megaviku og ef Sólbjartur væri ekki í fullum gangi mundum við halda málþing eða eitthvað. Það verður að bíða betri tíma.
Ég hvet samt sem flesta að kynna krónuna í skólunum sínum, Mennta- sem háskóla.
Brynja Halldórsdóttir
mánudagur, nóvember 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli