laugardagur, nóvember 12, 2005

Nælt í háttvirtan forsætisráðherra.

Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, var afhend króna konunnar í ráðherrabústaðnum í gær. Við afhendinguna mælti Halldór nokkur orð sem ungum femínistum þótti betur ósögð en hann ákvað þó að lokum að styðja okkur í baráttunni og bera merkið í barmi sér. Fjöldi fjölmiðla var samankominn til þess að fylgjast með athöfninni og fengum við því þónokkra umfjöllun í kvöldfréttum, Íslandi í dag og dagblöðum. Allt lítur út fyrir að króna konunnar sé að slá í gegn því hún selst eins og sjóðheitar og seiðandi lummur. Fyrsta pöntun er að verða uppseld og við bíðum því eftir þeirri næstu, en von er á henni eftir helgi. Það er því hver að verða síðastur að næla sér í eintak af þessari einstöku og æðsilegu krónu en hana er hægt að nálgast í Kaffi Hljómalind og Rauðakross búðinni á Laugaveginum.

Engin ummæli: