Bravó, Árni
Sem og margir aðrir tek ég ofan fyrir Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra fyrir framgöngu hans í réttindabaráttu samkynhneigðra. Hann vill að samkynhneigð pör fái "sömu möguleika og gagnkynhneigð pör að skrá óvígða sambúð hjá Hagstofunni, rétt á að ættleiða íslensk eða erlend börn til jafns á við gagnkynhneigð hjón eða einstaklinga, lesbíur fái sama rétt til tæknifrjóvgana og gagnkynhneigðar konur og einnig að samkynhneigt fólk geti óskað eftir því að prestar eða forstöðumenn safnaða gerist vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist. Þar að auki
hyggst hann auka fræðslu í skólum um samkynhneigð til að sporna við fordómum"
Þetta eru allt sjálfsögð mannréttindi. Þess vegna vakti skoðanakönnun í Fréttablaðinu undrun mína. Spurningin var þessi: Styður þú réttindabaráttu samkynhneigðra? 56% svöruðu JÁ, 44% svöruðu NEI. 44 prósent! Hversu margir ætli hafi tekið þátt í þessari könnun ?
Einnig vekur KEA-málið viðurstyggð mína en það hefur verið þaulrætt undanfarna daga.
Brynja
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli