Bretar banna ofbeldisklám?
Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram lagafrumvarp þar sem varsla ofbeldistengds kláms verður gerð refsiverð.Bretland yrði fyrst Vesturlanda sem bannaði slíkt.
Kveikjan að banninu er morð á konu sen var kyrkt af kunningja sínum.Hann viðurkenndi að sækja mjög í slíkt klámefni. Samtök sem berjast gegn klámi fögnuðu fréttunum en baráttuhópar fyrir skoðanafrelsi segja ekkert benda til þess að ofbeldisklám leiði af sér ofbeldishegðun.
Auk ofbeldiskláms yrðu dýraklámmyndir og myndir af náriðlum bannaðar.
Hvað er ofbeldisklám? Klám er í heild sinni ofbeldisfullt, sé ekki um erótík að ræða. Engu að síður finns mér frumvarp sem þetta gott framtak. -Hvað finnst ykkur?
Brynja H
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli