Hvernig sjáum við kynjakvóta?
Í aðdraganda sveitastjórnakosninga hefur Vinstri hreyfingin-Grænt framboð ákveðið að bjóða kjósendum svokallaðan fléttulista. Hann felst í því að atkvæðahæsti einstaklingurinn trónir í fyrsta sæti listans. Óháð atkvæðafjölda skal einstaklingur í öðru sæti vera af gagnstæðu kyni, þriðja sæti af sama kyni, fjórða sæti af gagnstæðu kyni osfr. (Sé þetta óljóst er nánari upplýsingar að finna á www.vg.is)
Sitt sýnist hverjum um þetta fyrirkomulag. Mótrökin benda á að kynjakvóti mismuni fólki sökum kyns, að það lendi neðarlega en ella á framboðslista þrátt fyrir mikinn atkvæðafjölda. Þ.a.l. sé lýðræðið ekki virt.
Konur hafa frá upphafi átt erfitt uppdráttar í pólitík, á Íslandi sem annarsstaðar. Við efumst varla um að þær séu óhæfari stjórnendur en karlar (eða hvað?) en samt hljóta þær sjaldan kosningu. Konur nýta kosningarrétt sinn í ríkari mæli en karlar. Kvenkyns pólitíkusar verða oft fyrir aðkasti á fáránlegum forsemdum (sbr fyrir klæðaburð, slíkt heyrum við ekki um karlkyns pólitíkusa: "Oj, Dabbi er alltaf í sömu jakkafötunum" eða "Össur er með ljótt bindi") Hverjir velta klæðaburði háttsettra kvenna fyrir sér? -Jú, konur!
"Konur eru konum verstar" getur það staðist? Karlar standa vissulega saman, það sést bæði í pólitík sem raunveruleikaþáttum. Ég lít á kynjakvóta sem tilraun enda hefur aðferð síðustu 7000 ára brugðist. Ég bíð spennt eftir niðurstöðu tilraunarinnar á kosninganóttina 2006.
Brynja, dóttir Hildar og Halldórs
þriðjudagur, júlí 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli