NEI, ráðum ekki stráka!
Fyrir ekki alls löngu sótti drengur um starf í bakaríi í heimahverfi sínu. Drengur þessi er ábyrgur, er formaður nemendaráðs í skólanum sínum og góður námsmaður. Honum að vísu synjað um starfið á þeim forsendum að hann væri strákur og því leyndi yfirmaður bakarísins ekki. Rökstuðningurinn var af skornum skammti, í sjálfu sér ekki neinn.
-Strákar eru líka beittir óréttlæti sökum kynferði síns enda er langt í land hvað jafnréttisbaráttu varðar. Árið 2005 fá konur í Sádi Arabíu og víðar hvorki kosningarétt né bílpróf, launamunur kynjanna er vítaverður, karlar fá sjaldan forræði yfir börnum sínum og strákar fá ekki vinnu í bakaríum. Lengi mætti áfram telja en ég læt það "ósagt"(skrifað) að sinni.
Brynja, dóttir Halldórs og Hildar
föstudagur, júní 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli