Erlent | mbl.is | 18.5.2005 | 22:18
Bandaríska þingið íhugar að banna kvenkyns hermönnum að koma nálægt átökum
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi eru að reyna að fá samþykkt frumvarp sem bannar að konur í hernum komi nálægt átökum. Frumvarpið er nú fyrir þingnefnd sem fjallar um hermál, að því er fram kemur á fréttavef BBC.
Flutningsmenn tillögunnar vilja að konum verði ekki lengur leyft að vinna sem bílstjórar, læknar og skipulagssérfræðingar í sveitum sem veita bardagasveitum aðstoð. Segja þeir að konur séu í þessum sveitum séu of nálægt átökunum. Konum í bandaríska hernum er bannað að vera í fremstu víglínu.
Bandaríski herinn er hins vegar andvígur tillögunni enda er erfitt að fá fólk til að ganga í herinn. Segja yfirmenn í hernum að ef frumvarpið verði að lögum verði þeir að flytja 22.000 konur úr starfi og fá karla í staðinn.
Í Írak eru átökin fyrst og fremst við uppreisnarmenn sem þýðir að þar er engin ákveðin fremsta víglína. Um 9.000 konur eru í bandaríska hernum í Írak og hafa 35 látið lífið þar. Átök geta orðið hvar sem er og hvenær sem er og konur hafa oftsinnis lent í bardaga.
Repúblikanar í þinginu vilja nú að konum verði bannað að vera í svokölluðum stuðningssveitum bardagasveita en herinn er því mjög andsnúinn. Mjög erfitt hefur reynst að fá nýtt fólk til að ganga í herinn að undanförnu og á síðustu þremur mánuðum vantar 15% upp á að herinn nái settum markmiðum um nýliðun. Verði frekari hömlur settar á hlutverk kvenna í hernum verður enn erfiðara að manna sveitir hersins.
Nadira
miðvikudagur, maí 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli