PoppTíví
Mér finnst að stjórnendur PoppTíví þurfi að fara að taka meiri ábyrgð á því hvað er sýnt þar og sýna smá þroska. Þar eru allan daginn sýnd tónlistarmyndbönd sem eru mörg hver 100% klámvæðing. Myndböndin eru við lög sem innihalda texta á við þennan: “Komdu hórunni þinni á framfæri, ég kem henni í verð, af því ég þarf fjögur sjónvörp og Mercedes Benza, því sex hórur gera melludólg ríkan, ég borga tíkinni ekki neitt”. Þetta er úr laginu P.I.M.P með 50cent sem rappaði í Laugardalshöllinni í sumar. Það eru samt ekki bara myndböndin sem eru glötuð að mínu mati heldur einnig þættirnir og þá aðallega The Man Show og annar þáttur sem mig minnir að heiti Stripperella en hann fjallar um ofurbeib sem er leynilögga.
Ég horfði á The Man Show á mánudaginn og komst að því að hann er niðurlægjandi jafnt fyrir konur og karla. Þátturinn á að vera fyndinn en hann bara er það ekki! Því miður. Þannig að hann er ekkert nema bara niðurlægjandi. Samkvæmt þættinum eiga karlar bara að hafa gaman af því að drekka bjór, horfa á brjóst og íþróttir, stunda tilfinningalaust kynlíf og spila fjárhættuspil. Konur eiga hins vegar að vera lauslátar og til í allt, grannar, með stór brjóst og stinnan rass. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði úr þættinum sem styðja þessa greiningu á hvernig konur og karla eigi að vera. Er þetta fyndið???
1. Þáttastjórnendur ræða um hvort ekki sé hægt að finna upp fjarstýringu sem virkar á konurnar þeirra þannig að hægt sé t.d. að ýta á pásu, spóla yfir túr og spóla til baka í upphaf samfara og ýta á repete þar.
2. Innslagið: How to get laid? Eða á íslensku: Hvernig áttu að fá að ríða?
Spurðu hana hvernig dagurinn hennar var
Þóstu hafa einhvern áhuga
Troddu honum inn
3. Spurningar úr sal, áhorfendur spyrja þáttastjórnendur ráða við vandamálum sínum. Ein af þremur spurningum hljómaði svona: Hvað má líða langur tími frá því ég fæ það þangað til ég get kveikt á íþróttarásinni? Svarið var: Hafðu kveikt á íþróttarásinni á meðan þið gerið það.
4. Um miðjan þátt kom langt atriði sem hét: Safn pirrandi kvenna og kom þar augljóslega í ljós hvernig konur eiga ekki að vera. Pirrandi konur eru þessar:
a. Blómasölukonur á veitingastöðum. Karlinn verður að kaupa rós handa konunni sem hann er með á stefnumótinu ef hann vill fá að ríða eftir matinn.
b. Fatafella sem hugsar bara um viðskiptin og setur takmarkanir og reglur eins og bannað að snerta og að borga þyrfti meira ef hún ætti að fara úr öllum fötunum.
c. Mamma. Konan sem leikur móðurina segir að þegar Jimmy fæddist hefði hann verið með svo lítið typpi að hún hefði haldið að hann væri stelpa, þetta var sem gefur að skilja mjög niðurlægjandi fyrir Jimmy. Þá fór mamman að segja hvað Adam hefði nú haft gaman af jazzballet á yngri árum og var mikið hlegið yfir því en það er greinilega það versta sem ungur strákur getur haft að áhugamáli, því dans er auðvitað bara fyrir stelpur og homma.
d. Stórglæsilegar og ofurfallegar konur sem eru svo með typpi þegar þær fara úr fötunum.
Þetta er ekki skemmtilegt sjónvarpsefni. Sýnið eitthvað annað!
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli