Ég vil benda á viðtal við landlækni sem birtist í DV í gær.
Þar koma fram hryllilegar staðreyndir þess efnis m.a. að unglingstúlkur hafi verið þvingaðar til kynferðismaka til þess að komast inn í partý. Landlæknir hvetur femínistia til aðgerða.
Ég veit ekki alveg hversu rétt DV fer með það sem landlæknir hefur sagt, það hlýtur að teljast heiður að kallað sé á okkur til að bjarga þarna næstum heillri kynslóð, sem landlæknir kallar "klámkynslóðina".
En samt er þetta hið furðulegasta mál, við erum líklegasta ein hötuðustu samtök á Íslandi, fáum enga styrki frá hinu opinbera, en samt erum við þau samtök sem landlæknir kallar fyrst á til athafna.
Kjarni málsins hlýtur að vera sá að heimsmynd einhverja einstaklinga innan þessarar kynslóðar er stórlega brengluð. Stúlkum á grunnskólaaldri finnst jafnvel sjálfsagt að þær stundi endaþarmsmök þó svo þær hafi enga ánægju af og segja eins og landlæknir benti á, að þær verði að "venjast þessum fjanda".
Landlæknir segir síðan að femínistar ættu að hugsa meira út í þetta mál en gamla málshætti í dagbókum. Staðreyndin er sú að aðeins hefur verið talað um þessa málshætti á spjallinu á femínistavefnum, sem er auðvitað hið besta mál, einhverstaðar fer þá umræðan fram.
Það sem landlæknir áttar sig e.t.v. ekki á (sem er kannski frekar DV að kenna, ég veit það ekki) er að þetta hangir allt saman á sömu spýtunni.
Ef það þykir bara svaka sniðugt að stærsta prentfyrirtæki á landinu gefi út dagbók fyrir almennan markað með niðurlægjandi málsháttum um konur þá er ekki skrýtið að fólk leyfi sér að hugsa um konur á þennan sama niðurlægjandi hátt. Dropinn holar steininn.
Nú standa kannski einhverjir upp og segja að við höfum engan húmor fyrir þessu en prófum þá bara að snúa dæminu við og í staðinn fyrir að birta þarna einungis niðurlægjandi málshætti um konur, þá væru þarna bara niðurlægjandi málshættir um svart fólk, eða kannski bara rasistabrandarar. Hversu sorglegt væri þetta þá?
Ég held að allir femínistar, opinberir sem óopinberir, láti sig þetta hryllilega mál sem landlæknir talaði um, sig varða, alveg eins og öll önnur mál þar sem ójafnrétti kemur svona sterkt fram...að sjálfsögðu!
Kv.
Bryndís Björgvinsd.
laugardagur, febrúar 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli