mánudagur, desember 06, 2004

Hæ öll saman.
Ég mæli hér með sérstakri bíómynd sem þið ættuð að sjá.
Tala nú ekki um ef einhver er að læra um þessa atburði í sögutíma. En þetta er myndin Iron Jawed Angels sem fjallar um súffragetturnar í Bandaríkjunum og baráttu þeirra fyrir kosningarétti.
Þessi mynd er ofan á að vera áhugaverð þá er hún mjög vel leikin, myndatakan flott og falleg tónlist.
En í stuttu máli fjallar myndin um það að Alice Paul (Hilary Swank) og Lucy Burns (Frances O’Connor) stíga út úr hinni eiginlega kvennahreyfingu og stofna sína eigin hreyfingu sem öðrum fannst öfgakennd.
En konur sem tóku þátt í hreyfingu þeirra gáfust aldrei upp, stóðu útí hvaða veðri sem er fyrir utan hvíta húsið til að mótmæla og lentu meðal annars í fangelsi þar sem var farið ótrúlega illa með þær. Þar fóru þær í hungur verkfall og voru mataðar með valdi. Vegna þess hve erfitt var að mata þær fékk myndin þetta nafn “Iron Jawed Angels”.
Það voru ekki bara menn sem stóðu í vegi þeirra heldur einnig eldri íhaldssamari femínistar með Carrie Chapman (Angelica Houston) í fararbroddi sem leist illa á hinar ungu og öfgafullu. Þessar konur þurfa að læra að vinna saman.
Svo má ekki gleyma því að á meðan á öllu þessu stendur er einnig stríð í gangi svo ekki bætir það úr skák.
En ég vil ekki segja of mikið um myndina, hér eru tveir linkar um myndina:
http://iron-jawed-angels.com/
http://www.hbo.com/films/ironjawedangels/

Ég skrifa svo eitthvað meira inn á skemmtilegu síðuna okkar seinna.
Keep up the good work
Nadira

Engin ummæli: