Næsta upplag á leiðinni!
Það má með sanni segja að krónunni okkar hafi verið vel tekið. Hún seldist upp á nokkrum dögum og var háður mikill slagur yfir seinustu eintökunum.
En ekki ber að óttast lesendur góðir því næsta upplag er í þann mund að koma til landsins. 2000 eintök lenda á Keflavíkurflugvelli þann 5. desember og munum við reyna að koma þeim fyrir vítt og breitt svo að áhugasamir geti nálgast eintak. Ef einhver búðareigandi skyldi vera að lesa þessa færslu þá erum við að leyta að fólki í góðri aðstöðu til þess að selja nælurnar.
Annars verður krónan seld áfram í Hljómalind en aðrir sölustaðir verða auglýstir síðar.
Sigríður Tulinius
fimmtudagur, desember 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli