Samband femínisma og aktívisma er eitt af viðfangsefnum heimildarmyndarinnar Sófakynslóðin. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum og er spurning hvort orðræða nægi í samfélaginu til að ná fram auknu jafnrétti kynjanna eða þarf aðgerðir.
Skýring Femínistafélags Íslands á femínistum er svo hljóðandi: "Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því." Það er þó ekki gefið að allir séu sammála þeirri yfirlýsingu og því spyrjum við þig álits: Felst í því að vera femínisti að vera aktívisti?
Sófakynslóðin, sem var valin besta myndin á Skjaldborgarhátíðinni í ár, verður sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í Regnboganum 3.október klukkan 20.00 og aftur 7.október klukkan 18.00.
Könnunin er hér til hliðar --->
þriðjudagur, september 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)