sunnudagur, september 18, 2005

Láttu ekki útlitið blekkja þig!

Mig langar til að hrósa VR fyrir að rannsaka og afhjúpa launamun kynjanna. Einnig vil ég hrósa þeim þekktu Íslendingum sem tóku þátt í auglýsingaherferðinni. Helmingur þeirra sem fengu senda til sín fyrirspurn tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar eru teknar af www.vr.is

Launamunurinn óbreyttur síðustu þrjú ár
Karlar hafa 23% hærri heildarlaun en konur, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR 2005. Kynbundinn launamunur, þ.e. þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, aldurs, starfsaldurs, stéttar og menntunar, er 14%. Þetta er óbreytt frá í fyrra. Samkvæmt niðurstöðunum hafa karlar 337 þúsund á mánuði að meðaltali í heildarlaun á móti tæplega 274 þúsund.


Ekki er marktækur munur á launamun kynjanna, hvort sem litið er til heildarlauna eða kynbundins launamunar, síðustu þrjú ár. Ekki er að sjá að aðrar tekjur kvenna, hlunnindi af einhverju tagi eða meiri sveigjanleiki í starfi vinni upp á móti þessum launamun. Kynið eitt kostar konur því tugi þúsunda á mánuði.

Karlar fá meiri hlunnindi og aðrar launagreiðslur
Það hallar verulega á konurnar þegar hlunnindi og önnur laun eru greind eftir kyni. Fleiri karlar hafa hlunnindi sem hluta af launakjörum, 75% á móti 66%. Þeir fá t.a.m. frekar síma og símakostnað greiddan, bílastyrk og /eða afnot af bíl, tölvu og tölvutengingu á heimilið. Bílastyrkur karla er marktækt hærri en kvenna, tæplega 16 þúsund á mánuði á móti rúmlega 12 þúsund hjá konum.

Rúmlega einn af hverjum tíu félagsmönnum fær önnur laun en þessar hefðbundnu launagreiðslur, s.s. bónus, sölulaun og afkastatengdar greiðslur. Fleiri karlar fá þessar greiðslur en konur, 12% á móti 8%, og eru karlar með tvöfalt hærri greiðslur eða 59 þúsund á mánuði að meðaltali á móti 28 þúsund hjá konunum.


Launamunur kynjanna, m.v. heildarlaun

Munur á meðallaunum Kynbundinn launamunur
2000 26% 18%
2001 25% 16%
2003* 22% 14%
2004 22% 15%
2005 23% 14%

* Launakönnun var ekki gerð árið 2002.


Brynja H

Engin ummæli: